• Um deildina
  • Liðin
  • Styrktaraðilar
  • Fréttir
Tilkynningar
Equsana deildin 2022 - Ráslisti fyrir slaktaumatölt Útfarastofu Íslands
Kidka
Equsanadeildin 2022 - Ráslistar í fimmgangi Málningar
Stjörnublikk

893 3600

[email protected]

Fréttir

Smyril Line Cargo fimmgangurinn í kvöld

Skrifað þann Mars 03 2016
  • Print
  • Netfang

sunna sigrarEftir vel heppnuð tvo mót í deildinni er komið að Smyril Line Cargo fimmganginum í Gluggar og Glerdeildinn. Fimmgangurinn í fyrra var æsispennandi enda voru margir knapar deildarinnar að stíga sín fyrstu skref í keppni í fimmgangi.

Æfingar hafa gengið vel og á ráslistanum má sjá marga nýja hesta.

Í fyrra voru það Þórunn Hannesdóttir og Austri frá Flagbjarnarholti sem stóðu uppi sem sigurvegarar en í ár mætir Þórunn með Þórey frá Flagbjarnarholti. Það verður spennandi að sjá hvort við fáum annan Flagbjarnarholtssigur.

Húsið opnar kl. 17:30 og einvala lið Sprettara mun sjá um að reiða fram veitingar í Veislusalnum okkar á góðu verði. Í boði verða m.a. eðalsúpa ala Sprettur, pizzur og margt annað. Ljóst er að enginn fer þyrstur eða svangur heim að kvöldi loknu.

Staðan í stigakeppni deildarinnar er mjög spennandi enda 20 knapar komnir með stig í einstaklingskeppninni. Jafnar í efsta sæti eru þær Sunna Sigríður í liði kælingar og Rakel Natalie úr liði Vagna og þjónustu með 12 stig.

Í liðakeppninni er það lið Kælingar sem leiðir með 203 stig og í öðru sæti lið Appelsín með 192 stig.

Við hvetjum alla áhugamenn um hestamennsku að taka kvöldið frá, koma í Sprettshöllina, njóta og horfa á spennandi keppni. Aðgangur er frír.

Allir að mæta í Sprettshöllina í kvöld, en keppnin hefst kl 19:00.

Hlökkum til að sjá ykkur
Upp
© 2015 Áhugamannadeildin. Allur réttur áskilinn. Hestamannafélagið Sprettur
YJSimpleGrid Joomla! Templates Framework official website
  • Um deildina
  • Liðin
  • Styrktaraðilar
  • Fréttir