• Um deildina
  • Liðin
  • Styrktaraðilar
  • Fréttir
Tilkynningar
Equsana deildin 2022 - Ráslisti fyrir slaktaumatölt Útfarastofu Íslands
Kidka
Equsanadeildin 2022 - Ráslistar í fimmgangi Málningar
Stjörnublikk

893 3600

[email protected]

Fréttir

Áhugamannadeild Spretts 2020 undirbúningur

Skrifað þann Nóvember 16 2019
  • Print
  • Netfang

Undirbúningur er í fullu gangi fyrir sjötta keppnisárið í Áhugamannadeild Spretts. Síðastliðin keppnisár hafa heppnast

mjög vel og erum við Sprettarar gífurlegaeqlogo19 þakklát keppendum, áhorfendum, sjálfboðaliðum og styrktaraðilum sem

hafa komið að uppbyggingu deildarinnar. Equsana verður áfram aðal styrktaraðili deildarinnar þriðja árið í röð og

þökkum við þeim kærlega fyrir.

 Mótaröðin 2020 verður með næstum sama fyrirkomulagi og í ár þ.e.a.s greinarnar verða áfram fimm á fjórum

keppniskvöldum en við gerum þó eina breytingu.

 Breytingin er að á lokakvöldinu þ.e.a.s. í keppni í Tölti hafa liðin leyfi til að tefla fram öllum fimm knöpum liðsins en

einungis þrjár efstu einkunnir gilda til stigagjafar og einungis þrír efstu knapar hvers liðs eru gjaldgengir í úrslit að

lokinni forkeppni.

 

Þau lið sem taka þátt í deildinni í ár eru:
Barki
Eldhestar
Hofsstaðir/Úrvalshestar/Votamýri
Stjörnublikk
Heimahagi
Hest.is
Vagnar og Þjónusta
Snaps&Fiskars
Penninn Eymundsson
Tolthestar
Lið Sverris
AHL Skúringar
Landvit
Mánamenn
Geirland/Varmaland
Skuggi

Liðsnöfn eru birt með fyrirvara um breytingar fyrir keppnisárið. Þær breytingar verða að berast á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Frábært væri að fá þær breytingar sem fyrst. 

Smá breytingar á stjórninni urðu í haust en Linda B Gunnlaugsdóttir og Sigurður Halldórsson gáfu ekki kost á sér áfram en Magnús Benediksson heldur áfram og

koma þær Erla Magnúsdóttir, Þórdís Anna Gylfadóttir inn í stað Lindu og Sigurðar.

Dagsetningar móta 2020 hafa verið ákveðnar – með fyrirvara um niðurröðun greina.
Fimmtudagur 6 febrúar – Fjórgangur
Fimmtudagur 20 febrúar – Fimmgangur
Fimmtudagur 5 mars : Slaktaumatölt og flugskeið gegnum höllina
Fimmtudagur 19 mars : Tölt – lokamótið

Stjórn áhugamannadeildarinnar hlakkar til komandi tímabils og hlakkar til að sjá ykkur sem flest í Samskipahöllinni á fyrsta móti deildarinnar 6.febrúar nk.

Upp
© 2015 Áhugamannadeildin. Allur réttur áskilinn. Hestamannafélagið Sprettur
YJSimpleGrid Joomla! Templates Framework official website
  • Um deildina
  • Liðin
  • Styrktaraðilar
  • Fréttir