• Um deildina
  • Liðin
  • Styrktaraðilar
  • Fréttir
Tilkynningar
Equsana deildin 2022 - Ráslisti fyrir slaktaumatölt Útfarastofu Íslands
Kidka
Equsanadeildin 2022 - Ráslistar í fimmgangi Málningar
Stjörnublikk

893 3600

[email protected]

Fréttir

Byko töltið úrslit

Skrifað þann Apríl 01 2017
  • Print
  • Netfang
toltsigurvegarar2017Nú er síðasta mótinu í Gluggar og Gler deildinni lokið, að þessu sinni var keppt í Byko tölti. Þetta var síðasta mótið í fjögurra móta röð í Áhugamannadeild Spretts. Það var Jón Ó. Guðmundssin sem fór með sigur af hólmi að þessu sinni en hann reið hestinum Roða frá Margrétarhofi. Fast á eftir honum varð Sprettarinn Birgitta Dröfn Kristinsdóttir á hestinum Barða frá Laugarbökkum og þriðju voru Sigurður Halldórsson og Sævar frá Ytri-Skógum.

Frábær stemming var í Samskipahöllinni og góð mæting var á pallana. Það var lið Hringdu Exporthesta sem hlaut liðaplattann í kvöld, en baráttan hefur verið hörð fram á síðasta mót bæði í liða- og einstaklingskeppninni.

Áhugamannadeildin hefur slegið rækilega í gegn og myndast mjög skemmtileg stemming í kringum hana bæði á meðal áhorfenda og keppenda. Lokahófið fyrir keppendur og aðra aðstandendur mótsins fer svo fram á föstudaginn þar sem veitt eru verðlaun fyrir einstaklingskeppnina ásamt fleiri verðlaunum.
Upp
© 2015 Áhugamannadeildin. Allur réttur áskilinn. Hestamannafélagið Sprettur
YJSimpleGrid Joomla! Templates Framework official website
  • Um deildina
  • Liðin
  • Styrktaraðilar
  • Fréttir