• Um deildina
  • Liðin
  • Styrktaraðilar
  • Fréttir
Tilkynningar
Equsana deildin 2022 - Ráslisti fyrir slaktaumatölt Útfarastofu Íslands
Kidka
Equsanadeildin 2022 - Ráslistar í fimmgangi Málningar
Stjörnublikk

893 3600

[email protected]

Fréttir

Lokamót áhugamannadeildar – Byko tölt í Gluggar og Gler deildinni

Skrifað þann Mars 24 2017
  • Print
  • Netfang
Lokamótið í Gluggar og Gler deild áhugamanna fer fram fimmtudaginn 30. mars þegar keppt verður í tölti í Samskipahöllinni. Það er Byko sem er styrktaraðili töltsins.
Staðan í Gluggar og Glerdeildin 2017 er æsispennandi og það er ljóst að liðin munu tjalda öllu sem til er í hesthúsunum til að næla sér í stig á lokametrunum.

Í fyrra voru það Ámundi Sigurðsson og Hrafn frá Smáratúni sem sigruðu töltið, í öðru sæti voru þau Birgitta Dröfn Kristinsdóttir og Hlýri frá Hveragerði og í þriðja sæti þeir Árni Sigfús Birgisson og Stígur frá Halldórsstöðum. Það verður spennandi að sjá hvort þessi pör mæta til leiks aftur.
Í stigakeppninni er æsispennandi og ljóst að það er mikið í húfi fyrir lokamótið.

Á topnnum í liðakeppninni er lið Vagnar og Þjónustu með 339 stig og þar með 2 stiga forskot á lið Kælingu sem hefur 337 stig, í þriðja sæti er lið Hringdu/Export hesta með 333 stig.

Í einstaklingskeppninni er það Sigurbjörn Viktorsson sem leiðir með 19 stig, jöfn í 2-3 sæti eru þau Jón Ó Guðmundsson og Saga Steinþórsdóttir með 13 stig. Þar strax á eftir er Sigurður Sigurðarsson með 12 stig. Staðan er mjög jöfn í sætunum þar á eftir þar sem Sigurður Straumfjörð, Játvarður Jökull og Edda Hrund eru öll með 11 stig. Fyrsta sæti úr forkeppninni gefur 12 stig og koll af kolli – þannig að það er ljóst að ýmislegt getur gerst á lokametrunum.

Það er óhætt að segja að það verði háspenna í Samskipahöllinni n.k. fimmtudag.

Húsið opnar kl. 17:30 og sem í fyrri mótum mun einvala lið Sprettara sjá um að reiða fram veitingar í Veislusalnum okkar á góðu verði.

Á lokamótinu taka áhorfendur þátt með því að velja vinsælasta knapann, best klædda liðið, skemmtilegasta liðið og þjálfara ársins.
Við hvetjum alla áhugamenn um hestamennsku að taka kvöldið frá, koma í Sprettshöllina, njóta og horfa á spennandi keppni. Aðgangur er frír.

Við minnum svo á nýja heimasíðu deildarinnar http://sprettarar.is/ahugamannadeild-spretts-gluggar-og-gler. Farið er inná www.sprettarar.is og þar þrýst á glugga sem heitir Gluggar og Gler deildin. Á síðunni er frábær fróðleikur um deildina, liðin, styrktaraðila ásamt myndum frá þeim keppnum sem farið hafa fram.
Upp
© 2015 Áhugamannadeildin. Allur réttur áskilinn. Hestamannafélagið Sprettur
YJSimpleGrid Joomla! Templates Framework official website
  • Um deildina
  • Liðin
  • Styrktaraðilar
  • Fréttir