• Fréttir
  • facebook
  • Dagskrá
  • Námskeið
  • Félagið
  • Reiðhöll
  • Arnarfell
  • Myndir
  • Innskráning

Fréttir

Coka-Cola Þrígangsmót Spretts 2016

Skrifað þann Apríl 05 2016
  • Print
  • Netfang
Hestamannafélagið Sprettur heldur opið þrígangsmót í Samskipahöllinni helgina 23. apríl.
Aðalstyrktaraðili mótsins er Coka-Cola, Vífilfell.
Skráning opnar í kvöld og verður opin til miðnættis þann 18. apríl, í gegnum http://skraning.sportfengur.com 
Skráningagjald er 3.500 kr á hest.

Mótið í fyrra tókst einstaklega vel og var gríðarleg aðsókn. Mótanefnd hefur því ákveðið að bjóða upp á
tvær greinar á mótinu í ár.
4 gangs grein: Riðið verður fegurðar Tölt, Brokk og Stökk
5 gangs grein: Riðið verður fegurðar Tölt, Brokk og Skeið

Boðið verður upp á eftirfarandi flokka í 4 gang:
17 ára og yngri
Minna vanir
Meira vanir
Opinn flokkur

Boðið verður upp á eftirfarandi flokka í 5 gang:
17 ára og yngri
Meira vanir
Opinn flokkur
*Athugið skráist sem Annað í sportfeng.

Mótanefnd áskilur sér þann rétt að sameina flokka ef ekki er næg þátttaka. Ef 20 eða fleiri skrá í einhvern flokk verður boðið upp á B-úrslit. Einnig verður glæsilegasta parið valið úr hópi keppenda. Takið daginn frá, veglegir vinningar verða í boði.
Dagskrá verður auglýst síðar. 

Ef upp koma vandamál við skráningu er hægt að hafa samband við This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Hlökkum til að sjá ykkur.

Leita á vefnum

Höfundarréttur © Hestamannafélagið Sprettur. Allur réttur áskilinn.
Fréttir