• Fréttir
  • facebook
  • Dagskrá
  • Námskeið
  • Félagið
  • Reiðhöll
  • Arnarfell
  • Myndir
  • Innskráning

Fréttir

Minnum á aðalfundinn

Skrifað þann Nóvember 23 2015
  • Print
  • Netfang
sprettur logo netÁ aðalfundi fyrir árið 2014, sem haldinn var í febrúar s.l., voru gerðar breytingar á lögum félagsins er varða reikningsár og tímasetningu aðalfunda. Reikningsárinu var breytt frá 1 október til 30 september og að aðalfundur yrði haldinn fyrir 1 desember ár hvert.

Aðalfundur Hestamannafélagsins Spretts 2015 verður haldinn miðvikudaginn 25.11 2015 kl. 20.00 í veislusal reiðhallar Spretts.

Dagskrá fundarins verður í samræmi við ákvæði 10. gr. laga félagsins. Á aðalfundinum munum við heiðra íþróttafólk Spretts. Skv. lögum félagsins skal fara fram kosning til formanns, en auk þess skal kjósa um þrjú stjórnarsæti, en úr úr stjórn eiga að ganga Kristín Njálsdóttir (ritari), Lárus Finnbogason (gjaldkeri) og Ólafur Blöndal (meðstjórnandi).

Félagsmenn eru hvattir til að taka daginn frá og mæta. 

f.h. stjórnar Hestamannafélagsins Spretts.
Linda B. Gunnlaugsdóttir

Áður auglýst hér

Leita á vefnum

Höfundarréttur © Hestamannafélagið Sprettur. Allur réttur áskilinn.
Fréttir