• Fréttir
  • facebook
  • Dagskrá
  • Námskeið
  • Félagið
  • Reiðhöll
  • Arnarfell
  • Myndir
  • Innskráning

Fréttir

Hestaíþróttafólk Spretts 2015

Skrifað þann Október 08 2015
  • Print
  • Netfang
sprettur logo netEitt af skemmtilegri verkefnum hvers árs er að velja hestaíþróttafólk Spretts og nú er komið að því. Viðmiðunarreglunar voru endurskoðaðar í byrjun árs og eru hér fyrir neðan. Einnig var ákveðið í byrjun árs að verðlauna knapa á aðalfundi félagsins ár hvert. Aðalfundur Spretts í ár verður í lok nóvember 2015.

Stjórn Spretts óskar eftir upplýsingum um árangur á íþróttamótum og gæðingamótum á árinu 2015. Senda á upplýsingarnar á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og/eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 5 nóvember.

Hestamannafélagið Sprettur - Viðmiðunarreglur við val á knöpum til verðlauna.

Verðlauna alla Landsmótssigurvegara, Heimsmeistara, Norðurlandameistara og Íslandsmeistara. Verðlauna alla sem hafa verið í úrslitum á LM eða HM/NM.

Verðlauna eftirfarandi;

  • Besti keppnisárangur í barnaflokki, stúlkur og drengir
  • Besti keppnisárangur í unglingaflokki, stúlkur og drengir
  • Besti keppnisárangur í ungmennaflokki, stúlkur og drengir
  • Íþróttamaður og íþróttakona Spretts

Verðlauna í barna- og unglingaflokki þann efnilegasta – áhugasamasta einstaklinginn (í hvorum flokk fyrir sig – einungis hægt að hljóta einu sinni). Horft er til áhuga, framfara og til þátttöku hjá viðburðum félagsins, í keppni og námskeiðaþátttöku hjá félaginu. Horft er til mestu framfara og áhuga (reiðkennarar og æskulýðsnefnd eru matsmenn á það).

Eftirtalin mót gefa stig:

  • Landsmót gefur alltaf flest stig
  • Íslandsmót og Norðurlandamót gefa næst flestu stigin
  • Reykjavíkumeistaramót
  • Gæðingakeppni Spretts
  • Íþróttakeppni Spretts

Stigagjöf:

Íþrótta- og Gæðingakeppni Spretts (hver grein) (Ef íþróttamótið er opið þá er það efsti Sprettsfélaginn sem hlýtur fyrsta sætið og svo koll af kolli) og Reykjavíkurmeistaramót .

1. Sæti – 20 stig

2. Sæti – 15 stig

3. Sæti – 10 stig

4. Sæti – 9 stig

5. Sæti - 8 stig

6. Sæti – 7 stig

7. Sæti – 6 stig

8. Sæti – 5 stig

9. Sæti – 4 stig

10. Sæti – 3 stig


Íslandsmót og Norðurlandamót

1. Sæti – 40 stig

2. Sæti – 35 stig

3. Sæti – 30 stig

4. Sæti – 25 stig

5. Sæti – 20 stig

6. Sæti – 15 stig

7. Sæti – 10 stig

8. Sæti – 5 stig

9. Sæti – 4 stig

10. Sæti – 3 stig


Landsmót (Gæðingakeppni)

1. Sæti – 60 stig

2. Sæti – 50 stig

3. Sæti – 45 stig

4. Sæti – 40 stig

5. Sæti – 35 stig

6. Sæti – 30 stig

7. Sæti – 35 stig

8. Sæti – 30 stig

9. Sæti – 25 stig

10. Sæti – 20 stig

11. Sæti – 15 stig

12. Sæti – 14 stig

13. Sæti – 13 stig

14. Sæti – 12 stig

15. Sæti – 11 stig

16. Sæti – 10 stig


Sá sem kemst í milliriðil en ekki úrslit fær 5 stig

Landsmót – tölt og skeið

Fyrir tölt gildir sama stigatafla og á Íslandsmóti
Fyrir skeið gildir sama stigatafla og á Íslandsmóti en bara fyrir 5 efstu sætin

Leita á vefnum

Höfundarréttur © Hestamannafélagið Sprettur. Allur réttur áskilinn.
Fréttir