• Fréttir
  • facebook
  • Dagskrá
  • Námskeið
  • Félagið
  • Reiðhöll
  • Arnarfell
  • Myndir
  • Innskráning

Fréttir

Aðalfundur á morgun - 25.02.2015

Skrifað þann Febrúar 24 2015
  • Print
  • Netfang
sprettur logo netMinnum á Aðalfund Spretts sem haldinn verður kl. 20 miðvikudaginn 25. febrúar 2015 í veislusal okkar.

Á fundinum verður kostið um fjögur sæti í stjórn félagsins, þrjú til tveggja ára og eitt til árs. Skv 6. gr. laga Hestamannafélagsins Spretts skulu 7 manns skipa stjórn félagsins. Sjá frekari upplýsingar í fyrri frétt.

Á fundinum mun Íþróttafólk Spretts vera heiðrað ásamt því að velja og verðlauna eftirfarandi: Besti keppnisárangur í barnaflokki, stúlkur og drengir, Besti keppnisárangur í unglingaflokki, stúlkur og drengir, Besti keppnisárangur í ungmennaflokki, stúlkur og drengur, Efnilegasti einstaklingurinn í bæði barna- og unglingaflokki (einungis hægt að hljóta einu sinni). Horft er til áhuga, framfara og til þátttöku hjá viðburðum félagsins, í keppni og námseiðaþátttöku hjá félaginu. Einnig til framfara og áhuga. (Reiðkennarar og æskulýðsnefnd eru matsmenn á það).

Stjórn Spretts hefur ákveðið að leggja fram eftirfarandi tillögu til breytinga á lögum félagsins um breytingu á dagsetningu aðalfunda og að um leið verði reikningsári félagsins breytt.

Sjá frekari upplýsingar um breytingatillögur Stjórnar


Sprettarar sjáumst á aðalfundinum á morgun!

Leita á vefnum

Höfundarréttur © Hestamannafélagið Sprettur. Allur réttur áskilinn.
Fréttir