• Fréttir
  • facebook
  • Dagskrá
  • Námskeið
  • Félagið
  • Reiðhöll
  • Arnarfell
  • Myndir
  • Innskráning

Fréttir

Kvennatöltið 2015

Skrifað þann Janúar 20 2015
  • Print
  • Netfang
KvennatöltiðKvennatölt Spretts verður haldið í reiðhöll Spretts laugardaginn 18. apríl. Nánari upplýsingar um mótið og skráningu verða birtar þegar nær dregur en nú er um að gera fyrir allar konur að gera sig klárar, hefja æfingar og muna að hafa gaman. Kvennatöltið var fyrst haldið fyrir 16 árum síðan í Gusti og hefur verið eitt vinsælasta innanhússmót ársins á hverju ári. Vegleg verðlaun verða í boði, eins og undanfarin ár og aðstaða til keppni frábær í hinni nýju glæsilegu reiðhöll Spretts.

Viljum benda áhugasömum á keppnisnámskeið fyrir konur í Spretti en skráning er í fullum gangi á sportfeng. Skráning fer fram hér.

Hægt verður að fylgjast með fréttum af mótinu á netmiðlum hestamanna sem og á Facebook.

Kveðja Kvennatöltsnefndin

Leita á vefnum

Höfundarréttur © Hestamannafélagið Sprettur. Allur réttur áskilinn.
Fréttir