• Fréttir
  • facebook
  • Dagskrá
  • Námskeið
  • Félagið
  • Reiðhöll
  • Arnarfell
  • Myndir
  • Innskráning

Fréttir

Spennandi fundur á morgun

Skrifað þann Desember 10 2014
  • Print
  • Netfang
hross á beitAllt áhugafólk um hrossarækt og velferð hrossa er minnt á aðalfund Hrossaræktarfélags Spretts fimmtudaginn 11. desember kl. 20.

Fundurinn er öllum opinn og verður haldinn í Sprettshöllinni. Á dagskrá er auk hefðbundinna aðalfundarstarfa kynning á nýjum farandgripum sem veittir eru hæst dæmdu hrossum félagsmanna, sýnt verður myndband með öllum hrossunum og lýst kjöri á ræktunarmanni Hrossaræktarfélags Spretts 2014.

Dr. Sigríður Björnsdóttir dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Mast mun síðan kynna nýsetta reglugerð um velferð hrossa. Fyrirspurnir og almennar umræður. Í reglugerðinni eru fjölmörg nýmæli sem vert er að þekkja en ekki hefur verið haldinn kynningarfundur á reglugerðinni fyrr hér á höfuðborgarsvæðinu. Allir sem áhugasamir eru um hrossarækt og velferð hrossa eru hvattir til að mæta.

Stjórn Hrossaræktarfélags Spretts

Leita á vefnum

Höfundarréttur © Hestamannafélagið Sprettur. Allur réttur áskilinn.
Fréttir