• Fréttir
  • facebook
  • Dagskrá
  • Námskeið
  • Félagið
  • Reiðhöll
  • Arnarfell
  • Myndir
  • Innskráning

Fréttir

Minnum á þrif á reiðtygjum í boði Ástundar

Skrifað þann Nóvember 14 2014
  • Print
  • Netfang
Ástund
Í boði verslunarinnar Ástundar og æskulýðsnefndar Spretts, ætlum við að bjóða ungum Spretturum að koma á námskeið/kynningu á umhirðu reiðtygja laugardaginn 15. Nóvember kl. 11 í reiðhöll Spretts. Reiðtygi er nauðsynlegt að þrífa og bera á reglulega og ætlar Mummi í Ástund að koma og sýna okkur hvernig best er að bera sig að.
Mummi kemur með þau efni sem notuð eru og því endilega að mæta, taka beisli og hnakk með og nýta tímann.
Hvetjum börn og unglinga til að mæta og að sjálfsögðu eru foreldar eða amma og afi velkomnir með börnum sínum.
Kaffi og kleinur verða í boði og safar fyrir börnin.
Æskulýðsnefnd Spretts

Leita á vefnum

Höfundarréttur © Hestamannafélagið Sprettur. Allur réttur áskilinn.
Fréttir