• Fréttir
  • facebook
  • Dagskrá
  • Námskeið
  • Félagið
  • Reiðhöll
  • Arnarfell
  • Myndir
  • Innskráning

Fréttir

Áhugamannadeild Spretts

Skrifað þann Október 23 2014
  • Print
  • Netfang
knaparísprettshollinniHestamannafélagið Sprettur kynnir nýja keppnisröð sem hlotið hefur nafnið „Áhugamannadeild Spretts".
Um er að ræða keppnisröð að fyrirmynd Meistaradeildar í hestaíþróttum sem einungis er fyrir áhugamenn í hestamennsku.
Keppnisröðin er röð fjögurra móta sem haldin verða á aðra hverja viku á fimmtudögum í Sprettshöllinni og hefst dagskráin kl. 19:00. Aðgangur er frír fyrir áhorfendur.

Keppt verður í eftirfarandi greinum:

  • 4 gangur : 5 febrúar 2015 - leiðrétting
  • 5 gangur : 19 febrúar 2015 - leiðrétting
  • Slaktaumur : 5 mars 2015
  • Tölt : 19 mars 2015

Sex til tíu lið taka þátt í keppnisröðinni með 4 knöpum hvert. Eftir er að taka ákvörðun um hvort 3 eða 4 knapar keppa fyrir hvert lið í hverju móti. Það ræðst að þátttöku.Einungis eru riðin A úrslit þar sem 7 efstu pörin keppa.

Um er að ræða í einstaklings- og liðakeppni þar sem knapar safna stigum fyrir sig og lið sitt.
Í einstaklingskeppninni fá 10 efstu knapar stig. 1 sæti gefur 12 stig, 2 sæti 10 stig og svo koll af kolli 10. sæti gefur 1 stig.
Í liðakeppninni eru stigin frá 1 til 24 og skilar sigurvegari keppninnar 24 stigum til liðsins, 2 sæti gefur 23 stig og svo koll af kolli.

Keppt er eftir reglum FIPO.

Inngangskilyrði fyrir knapa eru:
- Knapar sem keppa í áhugamannaflokkum
- Knapar sem hafa ekki laun af tamningu eða þjálfun hesta þ.e.a.s. hafi hestamennsku sem aðal atvinnugrein
- Knapar sem ekki hafa keppt í meistaraflokki eða keppt t.d. í Meistaradeildinni
- Aldurstakmark er 22 árs - leiðrétting
- Stjórn „Áhugamannadeildar Spretts" hefur loka ákvörðunarvald um hvort knapar uppfylla inngangskilyrði

Við hvetjum áhugamenn í keppni að taka höndum saman, búa til lið og skrá sig í keppni.

Allar nánari upplýsingar um tilhögun, upplýsingar um skráningargjald og skráning fer fram hjá framkvæmdastjóra Spretts Magga Ben, sími: 8933600 og email: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Leita á vefnum

Höfundarréttur © Hestamannafélagið Sprettur. Allur réttur áskilinn.
Fréttir