• Fréttir
  • facebook
  • Dagskrá
  • Námskeið
  • Félagið
  • Reiðhöll
  • Arnarfell
  • Myndir
  • Innskráning

Fréttir

Hestadagar á höfuðborgarsvæðinu

Skrifað þann Apríl 01 2014
  • Print
  • Netfang
Framundan eru hestadagar í Reykjavík.  Við viljum hvetja alla Sprettara til þess að taka virkan þátt.
IMG 7359
Margt verður á dagskrá hestadaga:

Fimmtudagur 3. apríl
Kl.19.00. Sólfarsreið að Hörpunni þar sem Hestadagar í Reykjavík verða settir. Ungmenni frá öllum hestamannafélögum á höfuðborgarsvæðinu verða í þeirri reið með fána félaga sinna.  Riðið verður inn í Hörpuna.  Aðgangur ókeypis.
Kl. 20:00 sýningin: Er hundur í hestinum þínum? Hilmir Snær og Brother Grass leiða saman hesta sína. Upplifðu íslenska hestinn í sögum, ljóðum og söng. Miðasala á midi.is

Föstudagur 4. apríl
Opið hús í Hestamannafélögunum á höfuðborgarsvæðinu.
Sprettur býður gestum og gangandi í heimsókn klukkan 17:00 til 19:00. Hestasýningar og hestateymingar verða í boði ásamt kjötsúpu og kynningu á starfsemi félagsins.

Laugardagur 5. apríl
Skrúðreið, safnast verður saman við Tanngarð kl. 12 og riðinn sami hringur og síðustu 2 ár. Lagt verður af stað kl. 13 upp Skólavörðuholt, riðið niður Skólavörðustíg, yfir Lækjargötu, Austurstræti, Pósthússtræti, Kirkjustræti og Tjarnargötu að Ráðhúsi, áfram Tjarnargötu, í gegnum Hljómskálagarð, yfir Njarðargötu og aftur að Tanngarði.
Fataþema er lopapeysa eða félagsbúningur.

Þeir Sprettarar sem hafa pláss í hestakerrum sínum eða vantar far fyrir hesta hafi samband við Hermann í netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða síma

Kl. 20:00 – Ístölt þeirra allra sterkustu í Skautahöllinni í Laugardal.

Sunnudagur 6. apríl
Sýningin Æskan & hesturinn í reiðhöllinni í Víðidal kl. 13:00 og 16:00.

Leita á vefnum

Höfundarréttur © Hestamannafélagið Sprettur. Allur réttur áskilinn.
Fréttir