• Fréttir
  • facebook
  • Dagskrá
  • Námskeið
  • Félagið
  • Reiðhöll
  • Arnarfell
  • Myndir
  • Innskráning

Fréttir

Opið Íþróttamót Spretts verður samkvæmt dagskrá 4.-8.maí

Skrifað þann Apríl 18 2022
  • Print
  • Netfang

sprettur logo net

Skráning á mótið er opin og mun standa til miðnættis laugardaginn 29. apríl.
Skráning fer fram í gegnum Sportfeng. Sprettur áskilur sér rétt til að fella niður eða sameina flokka/greinar ef ekki er næg þátttaka.

Það er mikil vinna sem liggur að baki undirbúningi og framkvæmd íþróttamótsins. Flest vinum við þetta í sjálfboðavinnu og með glöðu geði. Hins vegar viljum í nefndinni fara fram á að allir Sprettarar sem ætli að taka þátt í mótinu skili vinnuframlagi á mótinu sjálfu. Ef ekki knapi sjálfur þá einhver fullorðinn einstaklingur í hans stað. Þegar nær dregur verður sett upp vaktatafla þar sem knapar geta skráð sig. Hugmyndin er að hver og einn skili 2-4 klst. vinnuframlagi. Þetta er í fyrsta sinn sem við reynum þessa útfærslu í Spretti og vonum við að þessi ,,tilskipun" okkar muni mæta skilningi og jákvæðum viðbrögðum. Margar hendur vinna létt verk.

Boðið verður uppá eftirfarandi flokka og keppnisgreinar:
Barnaflokkur: Fjórgangur V2 – Fjórgangur V5 – Tölt T3 – Tölt T7
Unglingaflokkur: Fjórgangur V2 – Fimmgangur F2 – Tölt T3 - Tölt T7
Ungmennaflokkur: Fjórgangur V2 – Fimmgangur F2 – Tölt T3 – Tölt T4
2. flokkur: Fjórgangur V2 – Fjórgangur V5 – Fimmgangur F2 – Tölt T3 – Tölt T4 – Tölt T7
1. flokkur: Fjórgangur V2 – Fimmgangur F2 – Tölt T3 – Tölt T4 – Tölt T7 – Gæðingaskeið PP1 – 100 m skeið P2
Meistaraflokkur: Fjórgangur V1 – Fimmgangur F1 – Tölt T1 – Tölt T2 – Gæðingaskeið PP1 – 100 m skeið P2

Skráningagjöld eru eftirfarandi:
Barnaflokkur og unglingaflokkur, : 4500 kr.
Ungennaflokkur, 2. flokkur, 1. flokkur og meistaraflokkur: 6000 kr.
Skeiðgreinar: 5000 kr
Fyrirspurnir skulu berast á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Leita á vefnum

Höfundarréttur © Hestamannafélagið Sprettur. Allur réttur áskilinn.
Fréttir