• Fréttir
  • facebook
  • Dagskrá
  • Námskeið
  • Félagið
  • Reiðhöll
  • Arnarfell
  • Myndir
  • Innskráning

Fréttir

Æfingamót Gæðingakeppni - yngri flokkar 25.maí

Skrifað þann Maí 19 2021
  • Print
  • Netfang

Sprettur logo

Þriðjudaginn 25. maí fer fram lokað æfingamót fyrir börn, unglinga og ungmenni í Spretti á Samskipavellinum.
Einn dómari dæmir mótið og verður hverjum þátttakenda gefin umsögn og einkunn að móti loknu.
Fyrirhugað er að mótið hefjist klukkan 17:00.


Dómari sýnir einkunn eftir hverja sýningu en umsögn verður svo afhent þátttakendum að móti loknu. Markmið með mótinu er að veita ungum Spretturum tækifæri til að æfa sig og fá leiðsögn fyrir gæðingakeppnina okkar sem fer fram í Spretti fyrstu helgina í júní.
Ekki eru riðin úrslit og ekki verður raðað í sæti.


Að móti loknu mun dómari mótsins spjalla við þátttakendur um gæðingakeppnina og hvað gott er að hafa í huga við sýningarnar. Pitsur verða í boði fyrir þátttakendur eftir mótið í Samskipahöllinni á meðan dómari spjallar við þátttakendur.


Öll börn, unglingar og ungmenni Spretts eru velkomin í veislusalinn að mótinu loknu þó þau hafi ekki keppt á æfingamótinu, til að hlusta á dómarann og fá sér hressingu.


Skráning á mótið þarf að berast fyrir lok dags, sunnudaginn 23. maí. Við skráningu þarf að taka fram kennitölu knapa, fullt nafn knapa, IS númer hests, nafn hests og lit og í hvaða flokk knapinn er að skrá sig í. Ekkert þátttökugjald.

Skráningahlekkur er hér

https://docs.google.com/forms/d/1k_JZ3YnARelhwI0Cb85lLbXK0hDpltUvhLkmOVpUIUY/edit?fbclid=IwAR2umfQgupqpvjYIWuQZ1Ze2UF828V4M9Tuy6vZNSIkGT8puJ8_rNxi4gBE


Áætluð dagskrá og ráslistar verða birtir mánudaginn 24. maí.


Flokkar sem í boði eru verða:
Barnaflokkur
Unglingaflokkur
Ungmennaflokkur B flokkur
Ungmennaflokkur A flokkur


Barnaflokkur: Riðnir skulu tveir hringir á stóra vellinum og knapi útbýr programmið sjálfur. Sýna þarf eina langhlið af feti, eina langhlið af stökki og tvær langhliðar á tölti eða brokki.


Unglingaflokkur: Keppandi útbýr prógammið sjálfur, í hvaða röð hver gangtegund er sýnd: Riðnir skulu þrír hringir og sýnt fet, hægt tölt, brokk, stökk og yfirferðargangur, þ.e. annað hvort tölt eða brokk á langhliðum.
Ungmennaflokkur – B-flokkur Riðnir skulu þrír hringir og sýnt fet, hægt tölt, brokk, stökk og greitt tölt á langhliðum. Einkunnum fyrir fegurð í reið og vilja er bætt við.


Ungmennaflokkur – A-flokkur Riðnir skulu þrír hringir og sýnt fet, tölt, brokk, stökk og skeið. Heimilt er að sýna skeið einu sinni á 175 m langri braut,.Einkunnum fyrir fegurð í reið og vilja er bætt við. Einfalt vægi er á einkunnum fyrir vilja, fegurð í reið, tölt og skeið


https://www.lhhestar.is/.../kafli-7-reglugerdir-um...


Æskulýðsnefnd Spretts
LHHESTAR.IS
www.lhhestar.is

 

Leita á vefnum

Höfundarréttur © Hestamannafélagið Sprettur. Allur réttur áskilinn.
Fréttir