• Fréttir
  • facebook
  • Dagskrá
  • Námskeið
  • Félagið
  • Reiðhöll
  • Arnarfell
  • Myndir
  • Innskráning

Fréttir

Hestamannafélagið Sprettur og 66°N í samstarf.

Skrifað þann Apríl 23 2021
  • Print
  • Netfang

 

Æskulýðsnefnd Spretts hefur samið við 66° Norður og ætlar að bjóða upp á merktan fatnað fyrir Sprettara.

Í boði er að panta á sérstöku tilboðsverði bæði jakka og vesti í barna og fullorðinsstærðum. Einnig verður í boði að panta húfur og eyrnabönd merkt Spretti.

Bæði vestin og jakkarnir verða svartir og Spretts merkið grátt.

Salan er fjáröflun fyrir Æskulýðsnefndina og munu tekjur af sölunni nýtast til að efla krakkana í félaginu.


Verð fyrir Sif jakka í barnastærð (92-164) Svart
16.900 með merkingu


Verð fyrir Sif vesti í barnastærð (92-164) Svart
13.900 með merkingu


Verð fyrir Vatnajökul Polartec jakka kk og kvenna (stærðir S-3XL) Svart
28.000 með merkingu


Verð fyrir Vatnajökul Polartec vesti Svart
22.000 með merkingu


Verð fyrir húfu
4.300 með merkingu


Verð fyrir eyrnaband
2.900 með merkingu

 

            

 

Vatnajökull jakki            Vatnajökull vesti

  

Eyrnaband                              Húfa

Eins og staðan er í þjóðfélaginu teljum við ekki hægt að bjóða upp á mátun.

Við ætlum þrátt fyrir það að byrja að taka á móti pöntunum þannig þeir sem þekkja stærðina sína hjá 66° Norður geta pantað, aðrir geta mátað í verslunum en við stefnum á að bjóða upp á mátun fljótlega þegar svigrúm er til, vonandi sem allra fyrst.


Til að panta þarf að fylla út eftirfarandi form.

Þegar pöntun hefur verið móttekin sendir Sprettur greiðsluseðil í banka kaupanda.
https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSdQztC1jFjCEI48bBAa9Q3zFZmFGJuytdACS23qiJEdLBlVtg/viewform

 

Leita á vefnum

Höfundarréttur © Hestamannafélagið Sprettur. Allur réttur áskilinn.
Fréttir