• Fréttir
  • facebook
  • Dagskrá
  • Námskeið
  • Félagið
  • Reiðhöll
  • Arnarfell
  • Myndir
  • Innskráning

Fréttir

Firmamót Spretts 2021

Skrifað þann Apríl 20 2021
  • Print
  • Netfang

Sprettur logo

Takið fimmtudaginn 22.apríl frá.


Firmakeppni Spretts er ein af mikilvægustu tekjuleiðum félagsins og þó fyrirvarinn sé stuttur þá ætlum við í mótanefnd Spretts ásamt Bödda og félögum að blása til sóknar fyrir félagið okkar og safna saman styrkjum og halda skemmtilegt mót.


Þeir/þær sem vilja styrkja mótið er bent á að hafa samband við Bödda í síma 897-7517 eða Rúnar Frey í síma 8969740


Skráningargjöld á firmakeppni eru engin en keppendum er frjálst að borga smá skráningargjald til styrktar félaginu.


Boðið verður upp á keppni í eftirfarandi flokkum – í þessari röð:
Kl. 14
í reiðhöll:
Pollar – teymdir og þeir sem ríða sjálfir
Pollar (9 ára og yngri) – teymdir
Pollar (9 ára og yngri) – ríða sjálfir
Á hringvellinum.
Börn minna keppnisvön (10-13 ára)
Börn (10-13 ára)
Unglingar - minna keppnisvanir (14-17 ára)
Unglingar - meira keppnisvanir (14-17 ára)
Ungmenni- minna keppnisvön (18-21 árs)
Ungmenni - meira keppnisvön (18-21 árs)
Konur II - minna keppnisvanar
Karlar II - minna keppnisvanir
Heldri menn og konur (60 ára +)
Konur I - meira keppnisvanar
Karlar I - meira keppnisvanir
Opinn flokkur (karlar og konur)


Keppt verður á hringvelli, sýnt hægt tölt og svo yfirferð að eigin vali, tölt, brokk eða skeið.
Skráning fer fram í gegnum skráningarskjal


Firmanefndin áskilur sér rétt til að sameina flokka ef ekki er næg skráning í einhvern flokkanna. Hver knapi má einungis skrá sig í einn keppnisflokk.


Keppnin hefst svo kl. 14 í reiðhöllinni með pollaflokkunum. Að þeim loknum, kl. 14:30 færist keppnin niður á Samskipavöllinn og fer keppni í öllum öðrum flokkum fram þar.
Keppt er um veglega farandbikara, auk verðlaunapeninga fyrir fimm efstu sætin.


Keppendur eru hvattir til að sýna snyrtimennsku og mæta til leiks í sínu fínasta pússi á þessum hátíðardegi, enda verður glæsilegasta par mótsins valið að venju.


Sprettarar eru hvattir til að taka þátt í þessum skemmtilega degi – sjáumst í sumarskapi á fimmtudag!
Firmanefnd

Leita á vefnum

Höfundarréttur © Hestamannafélagið Sprettur. Allur réttur áskilinn.
Fréttir