• Fréttir
  • facebook
  • Dagskrá
  • Námskeið
  • Félagið
  • Reiðhöll
  • Arnarfell
  • Myndir
  • Innskráning

Fréttir

Kristófer Darri í U21

Skrifað þann Mars 05 2021
  • Print
  • Netfang

Kristófer Darri U21

Landsliðsþjálfari U21-landsliðs LH í hestaíþróttum hefur ákveðið að taka Kristófer Darra Sigurðsson inn í hópinn.

Í U21 landsliðshópi LH eru nú 18 sterkir knapar sem berjast um þau fimm sæti sem í boði eru fyrir ungmenni á HM í Herning í sumar.

Kristófer Darri Sigurðsson hefur sýnt eftirtektarverðan árangur nú í byrjun keppnistímabils á hesti sínum Ás frá Kirkjubæ. Kristófer og Ás eru sterkt keppnispar í fimmgangsgreinum og er hann boðinn velkominn í U21 árs landsliðshópinn.

Nú eru 5 ungir Sprettarar í U21-landsliðshóp LH.

Til hamingju Kristófer Darri.

Leita á vefnum

Höfundarréttur © Hestamannafélagið Sprettur. Allur réttur áskilinn.
Fréttir