• Fréttir
  • facebook
  • Dagskrá
  • Námskeið
  • Félagið
  • Reiðhöll
  • Arnarfell
  • Myndir
  • Innskráning

Fréttir

Kveðja frá Hestamannafélaginu Spretti.

Skrifað þann Desember 04 2020
  • Print
  • Netfang

Geirþrúður

Góður félagi okkar Sprettara Geirþrúður Geirsdóttir er fallin frá.

Geirþrúður starfað mikið og ötullega í félaginu okkar og lagði sitt af mörkum til að efla Sprett.

Var í stjórn Andvara, síðar Spretts og í hinum ýmsu nefndum.

Geirþrúður var hreinskiptin og lá ekki á skoðunum sínum um málefni félagsins. Það var gott að leita til hennar og hún ávallt reiðubúin til starfa.

Hún hafði brennandi áhuga á hestamennsku og því sem henni tengdist ásamt fólkinu sínu.

Sprettur sér að baki góðum félagsmanni og við sendum fjölskyldu hennar okkar dýpstu samúðarkveðjur.

Hvíldu í friði.

 

Sverrir Einarsson,

formaður.

Leita á vefnum

Höfundarréttur © Hestamannafélagið Sprettur. Allur réttur áskilinn.
Fréttir