• Fréttir
  • facebook
  • Dagskrá
  • Námskeið
  • Félagið
  • Reiðhöll
  • Arnarfell
  • Myndir
  • Innskráning

Fréttir

Framkvæmdir

Skrifað þann Desember 01 2019
  • Print
  • Netfang

Ágætu Sprettarar.

 

Viljum ítreka þá frétt sem kom á síðunni okkar 26. nóv. sl. að fyrirhuguð er lokun á Samskipahöllinni 2-6 des. Verið er að setja upp fullkomið úðunarkerfi sem gerbreytir gólfinu og öllu lofti í húsinu. Það er kominn sérfræðingur frá Þýskalandi sem sér um verkið ásamt okkar fólki. Við biðjum félagsmenn að sýna biðlund meðan á þessu stendur og nýta sér Húsamiðjuhöllina á meðan. Samskipahöllin verður tilbúin seinni partinn á föstudaginn 6 des en þá um kvöldið kl 19. verður sýnikennsla hjá Ísólfi Líndal og að sjálfsögðu hvetjum við alla til að mæta þar.

 

Verið er að vinna í að bæta lýsinguna á reiðleiðunum hjá okkur og Magnús Ben var í sambandi við starfsmenn áhaldahússins í Garðabæ sl föstudag. Þeir koma við fyrsta tækifæri og laga það sem að þeim snýr. Einnig verða heflaðar göturnar á “vesturbakkanum”. Starfsmenn Kópavogsbæjar eru byrjaðir að tengja staurana sem voru settir upp í haust en það tilheyrir þeim. Við höldum þessum málum gangandi.

 

Fyrirhugað er að halda uppskeruhátíð barna-unglinga og ungmenna í næstu viku. Nánari frétt um það síðar 

 

Kær kveðja,
Stjórn og framkvæmdastjóri.

Leita á vefnum

Höfundarréttur © Hestamannafélagið Sprettur. Allur réttur áskilinn.
Fréttir