• Fréttir
  • facebook
  • Dagskrá
  • Námskeið
  • Félagið
  • Reiðhöll
  • Arnarfell
  • Myndir
  • Innskráning

Fréttir

Aðalfundur 14. nóvember

Skrifað þann Október 29 2019
  • Print
  • Netfang

Stjórn Hestamannafélagsins Spretts boðar til aðalfundar félagsins 14. nóvember n.k. í Arnarfelli, veislusal Samskipahallarinnar. Fundurinn hefst kl 20. Nánari dagskrá auglýst síðar.

Fyrir fundinum liggur samkvæmt reglum félagsins að kjósa 3 fulltrúa í stjórn auk formanns. Formaður, varaformaður og gjaldkeri hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs.

Stjórn hefur skipað Margréti Tómasdóttur, Ólaf Karl Eyjólfsson og Kristján Ríkharðsson í uppstillinganefnd.
Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til stjórnarsetu og taka þátt í kraftmiklu starfi félagsins skili framboði til Margrétar Tómasdóttur. Einnig geta félagsmenn komið ábendingum um gott fólk í stjórn og félagsmenn sem hafa áhuga á að starfa með nefndum félagsins sent upplýsingar um slíkt til nefndarinnar. Skilafrestur framboða er til 7. nóvember. Ef fleiri framboð en eitt kemur til formanns verður kosið á milli þeirra framboða sem berast. Sama gildir um stjórnarmenn.

Hvetjum við félagsmenn til að gefa kost á sér til skemmtilegra starfa fyrir félagið okkar.

F. h. uppstillinganefndar
Margrét Tómasdóttir,
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
sími 7726695

Leita á vefnum

Höfundarréttur © Hestamannafélagið Sprettur. Allur réttur áskilinn.
Fréttir