• Fréttir
  • facebook
  • Dagskrá
  • Námskeið
  • Félagið
  • Reiðhöll
  • Arnarfell
  • Myndir
  • Innskráning

Fréttir

Síðasti skráningardagur á Metamót Spretts 2019

Skrifað þann September 02 2019
  • Print
  • Netfang

Nú fer að líða að einu skemmtilegasta móti ársins, Metamóti Spretts.

 

Mótið fer fram á Samskipavellinum og í Samskipahöllinni 6-8.september. Á mótinu verður keppt í A- og B-flokki gæðinga á beinni braut(ekki sýnt fet og stökk). Boðið verður upp á opinn flokk og áhugamannaflokk. Einnig verður boðið upp á keppni í tölti T3, 1.flokki og 2.flokki. Forkeppnin mun fara fram úti á Samskipavellinum en úrslitin inni í Samskipahöllinni á Laugardagskvöldinu.

 

Fyrirtækjatöltið verður á sínum stað á laugardagskvöldinu inni í Samskipahöllinni.
Að sjálfsögðu verða skeiðkappreiðar að venju og keppt verður í 100m fljúgandi ljósaskeiði, 150m skeiði og 250m skeiði.
Aldurstakmark er í keppni á mótinu og miðast þátttökuréttur við ungmennaflokk.

 

Skráning er hafin á www.sportfengur.com og lýkur skráningu á miðnætti mánudaginn 2. september.

 

Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að senda fyrirspurnir á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., einnig ef afskráningar verða eða breytingar á knöpum eða hestum.

Leita á vefnum

Höfundarréttur © Hestamannafélagið Sprettur. Allur réttur áskilinn.
Fréttir