• Fréttir
  • facebook
  • Dagskrá
  • Námskeið
  • Félagið
  • Reiðhöll
  • Arnarfell
  • Myndir
  • Innskráning

Fréttir

Sprettarar fá viðurkenningu

Skrifað þann Janúar 09 2014
  • Print
  • Netfang
viðurkenning í KópavogiAuðunn Jónsson kraftlyftingamaður úr Breiðabliki og Rakel Hönnudóttir knattspyrnukona úr Breiðabliki voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2013. Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs.

Þrír Sprettarar fengu viðurkenningu fyrir sín frábæru afrek í hestaíþróttinni á liðnu ári.

Unga fólkið í Spretti, þau Kristín Hermannsdóttir og Þorvaldur Ingi Elvarsson fengu viðurkenningu fyrir árangur sinn á keppnisbrautinni í Spretti. Einnig fékk Erling Ó Sigurðsson sérstaka heiðursviðurkenningu íþróttaráðs Kópavogs fyrir árangur sinn í hestaíþróttum árið 2013.

Vill Sprettur óska þeim til hamingju með árangur ársins og eru þau mikil hvatning fyrir Sprettara á komandi ári.

Hér má sjá frétt um málið á vef Kópavogsbæjar

Leita á vefnum

Höfundarréttur © Hestamannafélagið Sprettur. Allur réttur áskilinn.
Fréttir