• Fréttir
  • facebook
  • Dagskrá
  • Námskeið
  • Félagið
  • Reiðhöll
  • Arnarfell
  • Myndir
  • Innskráning

Fréttir

Opna Gæðingamót Spretts 2019

Skrifað þann Maí 03 2019
  • Print
  • Netfang

Opna Gæðingamót Spretts fer fram dagana 1. og 2. júní 2019. Sprettur logo
Skráning fer fram á Sportfeng, www.sportfengur.com.
Skráning hefst 3. maí og lýkur 28. maí. á miðnætti
Í ár höfum við ákveðið að hafa forkeppnina opna fyrir alla en úrslitin er einungis fyrir félagsmenn Spretts
Skráningargjald í gæðingakeppnina er kr 5.000 en fyrir börn og unginga kr 3.000.

Athugið: Skráning fer ekki í gegn fyrr en skráningargjald hefur verið greitt! 
ATHUGIÐ: Ekki verður hægt að skrá sig eftir að skráningarfresti lýkur.

Boðið verður upp á eftirfarandi flokka:
A-flokk gæðinga
A-flokk gæðinga áhugamenn
A-flokk ungmenna(ný keppnisgrein)
B-flokk gæðinga
B- flokk gæðinga áhugamenn
C- flokk gæðinga
Ungmenni
Unglingar
Börn
Tölt T1 og T3

Vinsamlega veitið því athygli að í gæðingakeppni þarf hesturinn að vera í eigu Sprettsfélaga. Keppendur eru beðnir að skoða vel reglur LH sem gilda um þátttöku í gæðingakeppni https://www.lhhestar.is/static/files/Log_LH/kafli-7-reglugerdir-um-gaedingakeppni.pdf
Töltkeppni er opin öllum.

Pollar teymdir og pollar ríðandi ef veður leyfir.

Glæsileg verðlaun verða í öllum greinum og að auki verður gæðingur mótsins valinn sem og knapi mótsins.
Áhugamenn í A og B flokki ríða með reyndari knöpum en áhugamenn ríða svo sérstök úrslit sunnudaginn 2. júní og þurfa þeir sem ætla að skrá sig í áhugamannaflokk að tilkynna það með því að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.(knapi + hestur + keppnisflokkur)

Svanstyttan er veitt til heiðurs Svani Halldórssyni, stofnfélaga Gusts og síðar Spretts. Svanur hefur ávallt lagt mikið upp úr því að vera prúðbúinn, snyrtilegur og á vel hirtum hesti.
Svansstyttan er veitt Sprettsfélaga sem klæðist félagsbúningi Spretts á mótum og þykir ávallt vera til fyrirmyndar hvað varðar prúðmannlega reiðmennsku, klæðaburð og hirðingu hests, utan vallar sem innan.

Í ár verða í annað sinn veitt verðlaun í minningu Jónínu Guðbjörgu Björnsdóttur í Topphestum,Topphestastyttan. Þau verðlaun eru veitt knapa í yngri flokkum sem mætir til keppni á vel hirtum hesti og sýnir góða reiðmennsku. Þessi verðlaun voru veitt í fyrsta skipti í fyrra og var handhafi þeirra Guðný Dís Jónsdóttir en hún keppti í barnaflokki á Roða frá Margrétarhofi.

Mótanefnd auglýsir eftir aðstoð við ýmis störf á mótinu, en framgangur mótsins veltur alfarið á góðum stuðningi félagsmanna. Áhugasamir setji sig í samband við Magnús This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.


Leita á vefnum

Höfundarréttur © Hestamannafélagið Sprettur. Allur réttur áskilinn.
Fréttir