• Fréttir
  • facebook
  • Dagskrá
  • Námskeið
  • Félagið
  • Reiðhöll
  • Arnarfell
  • Myndir
  • Innskráning

Fréttir

Umsóknir um beitarhólf sumarið 2019

Skrifað þann Maí 01 2019
  • Print
  • Netfang
Kæru Sprettarar.

Nú þegar sól hækkar á lofti er gott að koma hrossunum okkar í útiveru yfir daginn, við erum svo lánsöm að hafa góð græn svæði til umráða hjá okkur hér í Spretti. Eitt þeirra er Básaskarð, annað er við gamla Andvaravöllinn, og þriðja svæðið er vestan við Samskipahöll. Hólf á þessum svæðum eru ætluð til útiveru hrossa okkar yfir daginn. (Ekki er leyfilegt að hafa hross í hólfunum yfir nótt)

Áætlað er að bera áburð á hólfin á næstu dögum svo við getum ekki hafið notkun á hólfunum alveg strax.

Þeir félagsmenn sem hafa áhuga á að leigja sér beitarhólf á þessum svæðum er bent hafa samband við Magnús framkvæmdarstjóra á tölvupósti This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 8933600 Nauðsýnlegt er að fram komi Fullt nafn, kennitala og húsnúmer hesthús.

ATH! Óheimilt er að setja upp beitarhólf á svæði Spretts nema í samráði við framkvæmdastjóra.

Sumarkveðja
Framkvæmdastjóri

Leita á vefnum

Höfundarréttur © Hestamannafélagið Sprettur. Allur réttur áskilinn.
Fréttir