• Fréttir
  • facebook
  • Dagskrá
  • Námskeið
  • Félagið
  • Reiðhöll
  • Arnarfell
  • Myndir
  • Innskráning

Fréttir

Umhverfis og hreinsunardagur 23. apríl

Skrifað þann Apríl 21 2019
  • Print
  • Netfang
Umhverfis og hreinsunardagur verður haldinn þriðjudaginn 23. apríl n.k.

Áformað er að hefjast klukkan 17:00 en um klukkan 19:00 verður pítsa og gos í boði upp í félagsheimili.
Tiltektardagurinn er mikilvægur dagur á hverju vori fyrir hverfið okkar þar sem margar hendur koma saman og taka til eftir veturinn.

Á þessum degi er lögð áhersla á að taka til utandyra, kringum húsin okkar og í umhverfinu en ekki inni í húsunum.

Til dreifingar verða svartir ruslapokar, ásamt áhöldum, hrífum og ruslatínum. Gámar verða á svæðinu og verða umsjónarmenn þar til taks og taka á móti rusli.

ATH. ekki verður tekið á móti rusli úr húsunum eins og t.d. heyi, almennu sorpi, byggingarúrgangi o.s.frv.

Vonumst til að sjá sem flesta !!!
Umhverfisnefnd Spretts.





Leita á vefnum

Höfundarréttur © Hestamannafélagið Sprettur. Allur réttur áskilinn.
Fréttir