• Fréttir
  • facebook
  • Dagskrá
  • Námskeið
  • Félagið
  • Reiðhöll
  • Arnarfell
  • Myndir
  • Innskráning

Fréttir

Járningar og hófhirða

Skrifað þann Janúar 08 2014
  • Print
  • Netfang
landbúnaðarháskólinnSíðasti dagur skráningar. Námskeið haldið í samstarfi við fræðslunefnd Spretts

Námskeiðið er einkum ætlað hestaeigendum og -ræktendum. Fjallað verður um undirstöðuatriði við hófhirðingu og járningu hesta. Kennd verður hófhirðing, tálgun og járningar. Rætt verður um áhrif járningar á hreyfigetu hestsins og fjallað um gerð hófsins og hlutverk. Námskeiðið er að mestu verkleg kennsla og koma þátttakendur því með eigin járningaáhöld og hest. Hámarksfjöldi þátttakenda 10.

Kennari : Sigurður Oddur Ragnarsson járningameistari og bóndi.

Tími : Lau. 18. jan, kl. 10:00-18:00 og sun. 19. jan, kl. 9:00-16:00 í húsakynnum Spretts á Kjóavöllum (19,5 kennslustundir).

Verð : 22.900 kr. (innifalið í verði er kennsla, námsgögn og léttar veitingar í hádegi)

Skráning á þetta námskeið fer fram í gegnum Landbúnaðarháskólann, www.lbhi.is/namskeiði eða í gegnum tölvupóstfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Einnig er hægt að hafa samband símleiðis, 433-5000.

Leita á vefnum

Höfundarréttur © Hestamannafélagið Sprettur. Allur réttur áskilinn.
Fréttir