• Fréttir
  • facebook
  • Dagskrá
  • Námskeið
  • Félagið
  • Reiðhöll
  • Arnarfell
  • Myndir
  • Innskráning

Fréttir

Karlatölt Devold og Spretts

Skrifað þann Mars 26 2019
  • Print
  • Netfang

Devold
Hið sívinsæla karlatölt Spretts verður haldið föstudaginn 12. apríl næstkomandi í Samskipahöllinni í Spretti. Aðalstyrktaraðili er DEVOLD.

Að þessu sinni verður boðið upp á keppni í fjórum flokkum:

T3 Opinn flokkur - gert er ráð fyrir að reynslumiklir knapar skrái sig í þennan flokk. 

T3 Opinn flokkur, 1.flokkur - ætlaður þeim sem eru töluvert vanir í keppni.

T7 Opinn flokkur, 2. flokkur - ætlaður þeim sem hafa litla reynslu í keppni, en þó einhverja.

T7 Opinn flokkur, 3. flokkur, byrjendaflokkur - ætlaður þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref á keppnisvellinum eða hafa mjög litla reynslu.

ATH!

- Hafi keppandi sigrað í einhverjum styrkleikaflokki karlatöltsins áður skal viðkomandi færast upp um flokk.

- Hafi keppandi komist þrisvar í A-úrslit í einhverjum styrkleikaflokki karlatöltsins áður skal viðkomandi færast upp um flokk.

Keppendur eru hvattir til að sýna metnað við val á keppnisflokki!

Í keppni í T7 eru þrír keppendur saman í holli, sýnt er hægt tölt, snúið við og svo sýnt tölt á frjálsri ferð (fegurðartölt).

Í keppni í T3 eru 2-3 keppendur saman í holli, sýnt hægt tölt, snúið við, tölt með hraðabreytingum og svo greitt tölt.

Aðeins er hægt að skrá í gegnum skráningakerfið www.sportfengur.com. Skráning hefst sunnudaginn 31. mars og lýkur 7. apríl. Skráning pr. hest er 4000 kr og er leyfilegt að skrá fleiri en einn hest.

Veglegir vinningar verða í boði í öllum flokkum og verða þeir kynntir betur þegar nær dregur. Hvetjum við alla karla til þess að taka þátt í einu skemmtilegasta karlatölti landsins og hafa gaman saman.                                           

Karlatöltsnefnd Spretts   

Leita á vefnum

Höfundarréttur © Hestamannafélagið Sprettur. Allur réttur áskilinn.
Fréttir