• Fréttir
  • facebook
  • Dagskrá
  • Námskeið
  • Félagið
  • Reiðhöll
  • Arnarfell
  • Myndir
  • Innskráning

Fréttir

Sprettskonur heimsækja Fákskonur föstudaginn 27. apríl

Skrifað þann Apríl 24 2018
  • Print
  • Netfang
Föstudaginn 27. apríl tekur kvennadeild Fáks á móti Sprettskonum á annarri hæð í Reiðhöllinni í Víðidal. Matur frá veitingahúsinu Friðriki fimmta verður á borðum. Endilega tilkynnið þátttöku hér til að þær viti hvað þær eiga von á mörgum.

Í ár verður þemalitur Sprettskvenna rauðgulur (orange). Kvennadeild Spretts býður konum að venju upp á Baileys‘ fyrir brottför og nú verður einnig úrhlutað rauðgulum borðum í boði kvennadeildar til að skreyta hesta og/eða konur. Riðið verður Heiðmerkurmegin við Elliðavatn. Fákskonur koma á móti okkur og áætlað er að hitta þær í gerðinu við Elliðavatnsbæinn.

Kvennadeildin verður mætt við Sprettshöllina 17:45. Lagt verður af stað kl. 18:15. Kvennadeild Spretts leggur til forreiðarkonur bæði fyrir hópa sem vilja fara rólega og þær sem vilja spretta úr spori.

Það vill engin Sprettskona missa af þessari skemmtun!

Leita á vefnum

Höfundarréttur © Hestamannafélagið Sprettur. Allur réttur áskilinn.
Fréttir