• Fréttir
  • facebook
  • Dagskrá
  • Námskeið
  • Félagið
  • Reiðhöll
  • Arnarfell
  • Myndir
  • Innskráning

Fréttir

Skráning hafin á Mar Wear fimmganginn í Blue Lagoon mótaröðinni

Skrifað þann Apríl 16 2018
  • Print
  • Netfang
Skráning er hafin á Mar Wear fimmganginn í Blue Lagoon mótaröðinni!

Eins og í fyrra þá býður Hestamannafélagið Sprettur, í samstarfi við Blue Lagoon, upp á mótaröð í Samskipahöllinni fyrir knapa í yngri flokkum. Um er að ræða þrjú mót þar sem keppt verður í einni grein á hverju móti.

Nú styttist í annað mót Blue Lagoon mótaraðarinnar í Samskipahöllinni í Kópavogi. Mótið verður haldið 22. apríl n.k. og er það haldið í boði Mar Wear. Keppt verður í fimmgangi og verða eftirfarandi flokkar í boði:
Barnaflokkur (10-13 ára)
Unglingaflokkur (14-17 ára)
Ungmennaflokkur (18-21 árs)

Riðið verður hefðbundið fimmgangsprógramm F2 í barna-, unglinga- og ungmennaflokki.
Frábært mót fyrir yngri kynslóðina þar sem vegleg verðlaun eru í boði. Hvetjum við alla að mæta með góða skapið.

Skráning fer fram í gegnum Sportfeng og hefst föstudaginn 13. apríl og lýkur á miðnætti fimmtudaginn 19. apríl.

Skráningagjöld eftirfarandi:
2500 kr. fyrir barna-, unglinga- og ungmennaflokk
Skráning er opin til miðnættis fimmtudaginn 19. apríl! Mikilvægt era ð senda kvittun fyrir greiðslu á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. !!

Einnig má fylgjast nánar með á eventinum á facebook: https://www.facebook.com/events/440048263113214/

Leita á vefnum

Höfundarréttur © Hestamannafélagið Sprettur. Allur réttur áskilinn.
Fréttir