• Fréttir
  • facebook
  • Dagskrá
  • Námskeið
  • Félagið
  • Reiðhöll
  • Arnarfell
  • Myndir
  • Innskráning

Fréttir

Á spretti í loftið í kvöld!

Skrifað þann Febrúar 14 2018
  • Print
  • Netfang
Hestaþættirnir Á spretti hefja göngu sína á RÚV í kvöld, miðvikudaginn 14. febrúar, en um er að ræða fjórðu þáttaröðina. Að venju er fylgst með keppni í Áhugamannadeildinni í hestaíþróttum og kíkt á bak við tjöldin. Í þessum fyrsta þætti er fylgst með keppni í fjórgangi, auk þess sem kíkt er í heimsókn til hinnar sænsku Jenny Eriksson sem er ein margra sem sest hafa að á Íslandi eftir að hafa fallið fyrir íslenska hestinum og við hittum líka þau Ástey Gunnarsdóttur og hest hennar Storm frá Dufþaksholti sem kann ýmsar brellur og hefur m.a. leikið í kvikmynd.

Þátturinn er á dagskrá RÚV kl. 22:20 í kvöld og svo endursýndur á laugardaginn kemur kl. 17:30. Þættirnir verða líka aðgengilegir á efnisveitum og Sarpinum á ruv.is. Umsjónarmaður þáttanna er Hulda G. Geirsdóttir og hún sér um dagskrárgerð ásamt Óskari Þór Nikulássyni

Leita á vefnum

Höfundarréttur © Hestamannafélagið Sprettur. Allur réttur áskilinn.
Fréttir