• Fréttir
  • facebook
  • Dagskrá
  • Námskeið
  • Félagið
  • Reiðhöll
  • Arnarfell
  • Myndir
  • Innskráning

Fréttir

Jólamarkaður Equsana

Skrifað þann Desember 06 2017
  • Print
  • Netfang
Fjölskylduskemmtun og jólamarkaður Equsana verður haldin í Samskipahöllinni laugardaginn 9. desember. Boðið verður upp á ýmsa skemmtun, happdrætti, sýnikennslu í heitjárningum, þekktir stóðhestar verða á staðnum og vörur frá Equsana verða til sýnis. Ekki láta þessa frábæru uppákomu framhjá ykkur fara!

Fóður og fatnaður frá Equsana verður til sýnis á staðnum og verður happdrætti fyrir bæði börn og fullorðna.
Fallegt handverk frá ýmsum aðilum til sölu og mun kvennadeild Spretts sjá um veitingasölu. Fjöldi fyrirtækja verða á staðnum að kynna vörur og þjónustu.
Þekktir stóðhestar verða á staðnum!

11:00 Jólamarkaður hefst.
11:30 - 13:00 Eðalhestar bjóða börnunum á hestbak.
11:30 - 13:30 Jólasveinar kíkja í heimsókn.
13:30 - 14:30 Hestur heitjárnaður - Félag járningamanna verður með sýnikennslu.
14:30 - 15:30 Járningamenn setjast niður í kaffiaðstöðunni og spjalla við áhugasama um járningar.
15:30-16:00 Heimsendahundar verða með sýningu.
16:0 - 17:00 Danni Jóns, ásamt fleirum, setjast niður í kaffiaðstöðunni og spjalla við áhugsama um þjálfun og tamningu hrossa.
17:00 Dregið úr happdrætti!
17:30 Dagskrá lokið.
18:00 Jólamarkaði lýkur.

Leita á vefnum

Höfundarréttur © Hestamannafélagið Sprettur. Allur réttur áskilinn.
Fréttir