• Fréttir
  • facebook
  • Dagskrá
  • Námskeið
  • Félagið
  • Reiðhöll
  • Arnarfell
  • Myndir
  • Innskráning

Fréttir

Hestaíþróttafólk Spretts 2017

Skrifað þann Október 30 2017
  • Print
  • Netfang
Nú er komið að því að velja hestaíþróttafólk Spretts 2017.

Stjórn Spretts og framkvæmdarstjóri óskar eftir upplýsingum um árangur Sprettara á íþróttamótum og gæðingamótum á árinu 2017.
Verðlaunin fyrir yngri flokka verða veitt 16.nóvember á aðalfundi Spretts.
Verðlaun fyrir Íþróttakarl og Íþróttakonu Spretts verða veitt á Árshátíð félagsins laugardagskvöldið 18. nóvember.

Áréttum reglurnar og vinsamlegast athugið að öll WR mót eru tekin með í útreikninga en það kemur kannski ekki skýrt fram í úthlutunarreglunum. WR mótin gilda til jafns við WR Reykjavíkurmóts.

Árangursupplýsingar eiga að sendast til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
fyrir lok mánudags 6. nóvember.

Við hvetjum knapa og forráðamenn knapa að senda inn upplýsingar.

Hestamannafélagið Sprettur - Viðmiðunarreglur við val á knöpum til verðlauna.


Verðlauna eftirfarandi;

Besti keppnisárangur í barnaflokki, stúlkur og drengir
Besti keppnisárangur í unglingaflokki, stúlkur og drengir
Besti keppnisárangur í ungmennaflokki, stúlkur og drengir
Íþróttamaður og íþróttakona Spretts

Verðlauna í barna- og unglingaflokki þann efnilegasta – áhugasamasta einstaklinginn (í hvorum flokk fyrir sig – einungis hægt að hljóta einu sinni). Horft er til áhuga, framfara og til þátttöku hjá viðburðum félagsins, í keppni og námskeiðaþátttöku hjá félaginu. Horft er til mestu framfara og áhuga (reiðkennarar og æskulýðsnefnd eru matsmenn á það).

Eftirtalin mót gefa stig:

Landsmót og Heimsmeistarmót gefa alltaf flest stig
Íslandsmót og Norðurlandamót gefa næst flestu stigin
Reykjavíkumeistaramót
Gæðingakeppni Spretts
Íþróttakeppni Spretts

Stigagjöf:

Íþrótta- og Gæðingakeppni Spretts (hver grein) (Ef íþróttamótið er opið þá er það efsti Sprettsfélaginn sem hlýtur fyrsta sætið og svo koll af kolli) og Reykjavíkurmeistaramót .

1. Sæti – 20 stig

2. Sæti – 15 stig

3. Sæti – 10 stig

4. Sæti – 9 stig

5. Sæti - 8 stig

6. Sæti – 7 stig

7. Sæti – 6 stig

8. Sæti – 5 stig

9. Sæti – 4 stig

10. Sæti – 3 stig

Íslandsmót og Norðurlandamót

1. Sæti – 40 stig

2. Sæti – 35 stig

3. Sæti – 30 stig

4. Sæti – 25 stig

5. Sæti – 20 stig

6. Sæti – 15 stig

7. Sæti – 10 stig

8. Sæti – 5 stig

9. Sæti – 4 stig

10. Sæti – 3 stig

Landsmót (Gæðingakeppni)

1. Sæti – 60 stig

2. Sæti – 50 stig

3. Sæti – 45 stig

4. Sæti – 40 stig

5. Sæti – 35 stig

6. Sæti – 30 stig

7. Sæti – 35 stig

8. Sæti – 30 stig

9. Sæti – 25 stig

10. Sæti – 20 stig

11. Sæti – 15 stig

12. Sæti – 14 stig

13. Sæti – 13 stig

14. Sæti – 12 stig

15. Sæti – 11 stig

16. Sæti – 10 stig

Sá sem kemst í milliriðil en ekki úrslit fær 5 stig

Landsmót – tölt og skeið

Fyrir tölt gildir sama stigatafla og á Íslandsmóti
Fyrir skeið gildir sama stigatafla og á Íslandsmóti en bara fyrir 5 efstu sætin.

Stjórn Spretts

Leita á vefnum

Höfundarréttur © Hestamannafélagið Sprettur. Allur réttur áskilinn.
Fréttir