• Fréttir
  • facebook
  • Dagskrá
  • Námskeið
  • Félagið
  • Reiðhöll
  • Arnarfell
  • Myndir
  • Innskráning

Fréttir

Skráning hafin á Kvennatölt Spretts!

Skrifað þann Apríl 09 2017
  • Print
  • Netfang
Skráning er hafin á hið eina sanna Kvennatölt Spretts, en mótið fer fram í Samskipahöllinni í Kópavogi laugardaginn 22. apríl nk.
Mótið er opið töltmót, ætlað konum 18 ára og eldri (miðað við ungmennaflokk) og boðið er upp á keppni í fjórum flokkum:

1. flokkur – í boði SIGN (fyrir keppniskvtolt2017 meirav.jpgvana knapa – en opinn öllum sem vilja)
2. flokkur – í boði Vagna og þjónustu (fyrir knapa sem hafa nokkra keppnisreynslu)
3. flokkur – boði Pennans (fyrir knapa sem minna vanir og hafa litla keppnisreynslu)
4. flokkur – í boði Pixla (fyrir knapa sem eru byrjendur í keppni).

ATH!
- Hafi keppandi sigrað í einhverjum styrkleikaflokki kvennatöltsins áður skal viðkomandi færast upp um flokk.
- Hafi keppandi komist þrisvar í A-úrslit í einhverjum styrkleikaflokki kvennatöltsins áður skal viðkomandi færast upp um flokk.
Keppendur eru hvattir til að sýna metnað við val á keppnisflokki!
Í byrjendaflokki eru þrír keppendur saman í holli, riðið er samkvæmt reglum í T7 töltkeppni, sýnt er hægt tölt, snúið við og svo sýnt tölt á frjálsri ferð (fegurðartölt).
Í öllum öðrum flokkum eru 2-3 keppendur saman í holli, riðið samkvæmt reglum í T3 töltkeppni, sýnt hægt tölt, snúið við, tölt með hraðabreytingum og svo greitt tölt.
A og B úrslit í öllum flokkum.

Skráning fer fram á www.sportfengur.com undir Skráningarkerfi. Skráningargjald er kr. 5.000 og má skrá fleiri en einn hest til keppni, en komi knapi fleiri en einum hesti í úrslit skal hann velja einn hest til úrslitakeppni.
Skráning stendur yfir til og með 16. apríl og fara þær 50 fyrstu sem skrá í pott og geta unnið sér inn glaðning.
Athugið að aðeins er hægt að greiða fyrir skráningu með greiðslukortum, ekki er boðið upp á millifærslu.
Allar fyrirspurnir og athugasemdir er varða skráningu skal senda á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Verðlaunin eru vegleg að venju, peningaverðlaun í 1. sæti í hverjum flokki og glæsileg verðlaun frá SIGN skartgripum, auk ýmissra aukaverðlauna. Þá verða valin glæsilegustu pörin í hverjum flokki og þar verða verðlaunin ekki síðri. Einnig fá allir þátttakendur gjafapoka með glaðningi.

Hvetjum allar hestakonur til þátttöku í þessu skemmtilega móti þar sem góður andi og gleði ríkir og allir eiga að geta fundið vettvang sem þeim hentar. Mótið hefst að morgni og verður lokið fyrir kl. 18.

Leita á vefnum

Höfundarréttur © Hestamannafélagið Sprettur. Allur réttur áskilinn.
Fréttir