• Fréttir
  • facebook
  • Dagskrá
  • Námskeið
  • Félagið
  • Reiðhöll
  • Arnarfell
  • Myndir
  • Innskráning

Fréttir

Fimmgangur Meistaradeildarinnar verður í Spretti

Skrifað þann Mars 22 2017
  • Print
  • Netfang
Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum heldur áfram á fimmtudaginn en þá verður keppt í fimmgangi. Keppnin fer fram í Samskipahöllinni í Spretti í Kópavogi og hefst hún kl. 19:00.

Við hverjum alla til að mæta og missa ekki af bestu alhliðahestum landsins etja kappi saman. Í fyrra var það Árni Björn Pálsson sem sigraði á Oddi frá Breiðholti í Flóa. Þeir hafa verið í bana stuði og munu eflaust ekkert gefa eftir á fimmtudaginn. Daníel Jónsson og Þór frá Votumýri voru í öðru sæti í fyrra og mæta aftur til leiks í ár. Íslandsmeistarinn Hulda Gústafsdóttir mætir að öllum líkindum á Birki frá Vatni og verður spennandi að sjá hvað þau gera. Ráslistar birtast á morgun en skráning er í fullum gangi.

Miðasala er hafin svo tryggið ykkur miða í tæka tíð en í fyrra seldust miðarnir fljótt upp í verslunum. Miðasala fer fram í Baldvini og Þorvaldi, Ástund og Top Reiter sem og í anddyrinu ef miðar eru eftir.

Leita á vefnum

Höfundarréttur © Hestamannafélagið Sprettur. Allur réttur áskilinn.
Fréttir