• Fréttir
  • facebook
  • Dagskrá
  • Námskeið
  • Félagið
  • Reiðhöll
  • Arnarfell
  • Myndir
  • Innskráning

Fréttir

Gluggar og Gler deildin – Takið frá fimmtudaginn 16 mars

Skrifað þann Mars 10 2017
  • Print
  • Netfang
Næsta mót í Áhugamannadeild Spretts – Gluggar og Gler deildinni verður hrikalega spennandi. Í boði verður veisla fyrir áhorfendur þar sem keppt verður í tveimur greinum á einu kvöldi.
Allir fimm knapar hvers liðs taka þátt í þessu kvöldi, þrír keppa í slaktaumatölti og tveir í fljúgandi skeiði í gengum höllina. 

Það eru Vífilfell sem styrkir slaktaumatöltið og Hraunhamar sem styrkir fljúgandi skeiðið.

Veislan byrjar kl. 19:00 og húsið opnar kl 17:30.

Snillingarnir okkar í eldhúsi Spretts ætla at reiða fram dýrindis kótilettuhlaborð ásamt öðrum flottum veitingum.

Við hvetjum alla áhugamenn um hestamennsku að taka kvöldið frá, koma í Sprettshöllina, njóta og horfa á spennandi keppni.
Aðgangur er frír.

Við minnum svo á heimasíðu deildarinnar http://sprettarar.is/ahugamannadeild-spretts-gluggar-og-gler. Farið er inná www.sprettarar.is og þar þrýst á glugga sem heitir Gluggar og Gler deildin. Á síðunni er frábær fróðleikur um deildina, liðin, styrktaraðila ásamt myndum frá þeim keppnum sem farið hafa fram.

Leita á vefnum

Höfundarréttur © Hestamannafélagið Sprettur. Allur réttur áskilinn.
Fréttir