• Fréttir
  • facebook
  • Dagskrá
  • Námskeið
  • Félagið
  • Reiðhöll
  • Arnarfell
  • Myndir
  • Innskráning

Fréttir

Súpa, spjall og samvera Sprettskvenna

Skrifað þann Október 28 2016
  • Print
  • Netfang
Verður næsta þriðjudagskvöld, fyrsta nóvember í Samskipahöllinni. Húsið opnar klukkan kl. 18.00 með súpu, brauði, kaffi og eftirréttum fyrir aðeins kr.1.000,-. Aðgöngumiði gildir sem happdrættismiði, vinningar eru vegleg gjafabréf frá garnversluninni Storknum. Guðrún Hannele framkvæmdastjóri Storksins mætir og sýnir okkur hekluð og prjónuð herðasjöl ásamt uppskriftum og garni. Þær sem eru að vinna einhverja handavinnu eru hvattar til að taka hana með sér, ef ekki þá bara mæta og spjalla. Í góðu lagi að taka með sér skemmtilegar vinkonur, þó þær séu ekki í Spretti. ;)

Leita á vefnum

Höfundarréttur © Hestamannafélagið Sprettur. Allur réttur áskilinn.
Fréttir