• Fréttir
  • facebook
  • Dagskrá
  • Námskeið
  • Félagið
  • Reiðhöll
  • Arnarfell
  • Myndir
  • Innskráning

Fréttir

AFREKSHÓPUR LH - LAUS PLÁSS Í HÓPINN

Skrifað þann Október 06 2016
  • Print
  • Netfang
lh
Tilgangur verkefnissins er að búa unga knapa undir að takast á við stór verkefni á sviði hestamennskunnar bæði hér heima og á erlendum vettvangi. Stjórnandi hópsins er Páll Bragi Hólmarsson liðstjóri ísl landsliðsins.

Fyrirkomulag uppbyggingarinnar 2016 er eftirfarandi:
• 20. – 22. mars - Æfingadagar með reiðkennurum, dómurum og fyrirlesurum
• Maí - þátttaka í móti og yfirferð yfir sýningar með dómurum. Reiðkennari stýrir.
• Sept - okt æfingahelgi og uppskeruhátíð. Farið verður yfir keppnistímabilið og framhaldið metið.

Gjaldgengir í hópinn eru knapar á aldrinum 17-21 árs, þ.e. knapar á síðasta ári í unglingaflokki + ungmennaflokkur.
Einstakt tækifæri fyrir unga knapa til að bæta sig og byggja upp keppnishestinn sinn á markvissan hátt.

Í umsókn skulu koma fram allar grunnupplýsingar um umsækjandann, sem og lýsing á keppnisárangri undanfarin tvö keppnisár. Umsóknarfrestur er til og með 20 okt 2016 og skulu umsóknir berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir þann tíma.

Páll Bragi veitir nánari upplýsingar um hópinn.

Næsta námskeið hjá afrekshópnum verður haldið á Hólum í Hjaltadal dagana 28.-30. október 2016. Mæting verður föstudaginn 28. október.

Nú eru laus pláss og við getum tekið við allt að 5 nýjum knöpum sem geta byrjað núna og haldið svo áfram á næsta ári.

Með kveðju Páll Bragi.

Leita á vefnum

Höfundarréttur © Hestamannafélagið Sprettur. Allur réttur áskilinn.
Fréttir