• Fréttir
  • facebook
  • Dagskrá
  • Námskeið
  • Félagið
  • Reiðhöll
  • Arnarfell
  • Myndir
  • Innskráning

Námskeiðahald

Enn fleiri skráningar opnar

Skrifað þann Desember 20 2014
  • Print
  • Netfang
Keppnishestur
Nú er opið fyrir skráningar á enn fleiri námskeið hjá Spretti, mikið og skemmtilegt úrval í boði af námskeiðum.

Opið er fyrir unglinganámskeið fyrir 13-17 ára, kennari þar er Ragnheiður Samúelsdóttir, kennt verður á miðvikudögum í gömlu Hattarvallahöllinni, hefst 21.jan, þetta námskeið er frábært fyrir þá unglinga sem td vilja ekki fara á knapamerkjanámskeið en vilja fá góða kennslu  með hesti sínum 4 saman í hóp. 10.500pr þátttakenda.

Keppnisnámskeið fyrir konur sem stefna á þátttöku í keppnum í vetur. td kvennaísinn og kvennatölt Spretts. Kennt á þriðjudögum, hefst 20.jan í Sprettshöllinni 4 saman hóp, kennari Ragnheiður Samúelsdóttir. 15.000 pr þátttakenda.

Almennt reiðnámskeið hjá Erling Sig. Hefst 20.jan. Kennt verður 2x í viku í Hattarvallahöllinni, þriðjudögum og fimmtudögum, 4 saman í hóp. 15.000 pr
þátttakenda.

Allar skráningar fara fram í gegnum http://skraning.sportfengur.com/

Tilvalið í jólapakkana.

Fræðslunefnd Spretts

Allar námskeiðsfréttir

Höfundarréttur © Hestamannafélagið Sprettur. Allur réttur áskilinn.
Námskeiðahald