• Fréttir
  • facebook
  • Dagskrá
  • Námskeið
  • Félagið
  • Reiðhöll
  • Arnarfell
  • Myndir
  • Innskráning

Námskeiðahald

Útreiðanámskeið með Vilfríði Fannberg

Skrifað þann Apríl 25 2022
  • Print
  • Netfang

vilfridur1

Vilfríður Fannberg Sæþórsdóttir tamningamaður og reiðkennari frá Hólaskóla býður upp á tveggja manna tíma sem fara fram bæði inni og úti, kennt verður til skiptis inni og úti, kennsla inni fer fram í Samskipahöllinni í hólfi 3.

Vilfríður mun ríða með nemendum sínum úti og aðstoða þá við þjálfun hrossa sinna úti í reiðtúr.

Frábært námskeið fyrir þá sem vilja gjarnan fá aðstoð með hestinn sinn inni sem og úti í reiðtúr.

Kennt verður á þriðjudögum; 3.maí (inni), 10.maí (úti), 17.maí (inni) og 24.maí (úti).

Kennt verður í 50mín inni og 40mín úti.

Tímasetningar reiðtíma verða á bilinu kl.17:00-21:00.

Verð er 22.500kr.

Skráning fer fram í gegnum sportabler.com;

https://www.sportabler.com/shop/hfsprettur/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6ODgzNg==?

 

Allar námskeiðsfréttir

Höfundarréttur © Hestamannafélagið Sprettur. Allur réttur áskilinn.
Námskeiðahald