• Fréttir
  • facebook
  • Dagskrá
  • Námskeið
  • Félagið
  • Reiðhöll
  • Arnarfell
  • Myndir
  • Innskráning

Námskeiðahald

Hestar í Hestamennsku námskeið

Skrifað þann Desember 21 2021
  • Print
  • Netfang

269083395 697978497806885 3781973522980581023 n 1

Hestamennsku námskeiðin í Spretti hafa notið vinsælda undanfarin ár hjá börnum og unglingum. Á haustin er boðið upp á námskeið þar sem ekki er krafist þess að mæta með hest en eftir áramótin er þess hins vegar krafist að mæta með hest þar sem kennsla verður meira verkleg. 

Á hverju hausti kemur nokkur fjöldi barna og unglinga á námskeiðið sem hefur mikinn áhuga á að halda áfram á námskeiði eftir áramót en hefur ekki aðgang að hesti.

Okkur langar því að leita til félagsmanna í Spretti og athuga hvort að þeir eigi „einn gamlan og góðan“ hest sem þeir eru tilbúnir að lána, jafnvel gegn vægri greiðslu eða þátttöku í hirðingum. Hestarnir þurfa að vera þægir og henta í verkefnið. Þetta gæti því hentað vel fyrir fullorðna hesta sem þurfa á léttri þjálfun að halda, innivinnu og smá dundi.

Kennsla fer alltaf fram inni í reiðhöll undir stjórn reiðkennara. Námskeiðið hefst miðvikudaginn 2.febrúar og stendur til miðvikudagsins 6.apríl. Kennt er einu sinni í viku á miðvikudögum og er hver tími 45 mínútur.

Þeir sem hafa áhuga á að lána hestinn sinn í þetta góða verkefni hafi samband við This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

 

Allar námskeiðsfréttir

Höfundarréttur © Hestamannafélagið Sprettur. Allur réttur áskilinn.
Námskeiðahald