• Fréttir
  • facebook
  • Dagskrá
  • Námskeið
  • Félagið
  • Reiðhöll
  • Arnarfell
  • Myndir
  • Innskráning

Námskeiðahald

Hringteymingar- og brokkspíruþjálfun

Skrifað þann Desember 21 2021
  • Print
  • Netfang

Vinna í hendi

Hringteymingarvinna eru frábær tilbreyting í þjálfun hestsins sem stuðlar að bættu jafnvægi, auknum sveigjanleika og réttri vöðvauppbyggingu. Farið verður í hvernig hægt er að notast við hringteymingarvinnu til þess að þjálfa auga knapans við að greina misstyrk og líkamsbeitingu hestsins, ná betri stjórn á yfirlínu og andlegu jafnvægi. Jafnframt hefur brokkspíru- og hindrunarstökksþjálfun fjölmarga ávinninga, s.s. að auka liðleika, styrk og samhæfingu. Slík þjálfun hvetur hestinn til þess að teygja á yfirlínunni, virkja kvið- og kjarnvöðva og hefur einnig jákvæð andleg áhrif þar sem hesturinn verður einbeittari, öruggari og jákvæðari.

Farið er í grunnatriði hringteymingarþjálfunar, notkun hringtaumsbúnaðar og í framhaldi af því í notkun á brokkspírum og litlum hindrunum.

Nemendur mæta með eigin hest og búnað á hestinn. Búnað sem þarf að koma með í fyrsta tíma er snúrumúll, vaður, hringtaumsmúll eða multibridle, reiðtaumur og reiðpískur.
Hámark 3 nemendur í hverjum hóp, 6 skipti.

Námskeiðið hefst mánudaginn 10.janúar og lýkur 14.febrúar.

Kennt er í Samskipahöll, 1x í viku á mánudögum. Kennt er á milli kl.18-21. Kennari er Hrafnhildur Helga Guðmundsdóttir.
Verð fyrir unglinga og ungmenni er 22.000kr, vinsamlega sendið póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. til þess að fá aðstoð við skráningu.
Verð fyrir fullorðna er 29.000kr
Skráning fer fram á www.sportfengur.com

Allar námskeiðsfréttir

Höfundarréttur © Hestamannafélagið Sprettur. Allur réttur áskilinn.
Námskeiðahald