• Fréttir
  • facebook
  • Dagskrá
  • Námskeið
  • Félagið
  • Reiðhöll
  • Arnarfell
  • Myndir
  • Innskráning

Námskeiðahald

Járninganámskeið í Spretti

Skrifað þann Desember 18 2021
  • Print
  • Netfang

járn og hófar

Járningamennirnir Caroline Aldén (Járn og Hófar) og Sigurgeir Jóhannsson (Járningaþjónusta Geira) munu halda járninganámskeið í Spretti helgina 21.-23.janúar 2022.

Þau hafa bæði lokið þriggja ára námi við járningarskólan Wången í Svíþjóð.
Bæði hafa þau lengi verið í hestum og áhuginn fyrir járningum vaknaði snemma.
Þau hafa mikla reynslu af járningum, allt frá ferðahestum, sjúkrajárningar og topp keppnis- og kynbótahrossa.

Á föstudeginum verður bóklegur tími og sýnikennsla, á laugardegi og sunnudegi verður hópnum skipt í tvennt (verður gert í bóklega tímanum á föstudegi) og kennt verður fyrir og eftir hádegi báða daga.

Hver og einn þátttakandi kemur með sinn hest og járningaáhöld.
Verð fyrir hvern þátttakenda er 25.000kr
Skráning er opin í gegnum Sportfeng.
Námskeiðið er öllum opið en þó ganga Sprettarar fyrir.

Allar námskeiðsfréttir

Höfundarréttur © Hestamannafélagið Sprettur. Allur réttur áskilinn.
Námskeiðahald