• Fréttir
  • facebook
  • Dagskrá
  • Námskeið
  • Félagið
  • Reiðhöll
  • Arnarfell
  • Myndir
  • Innskráning

Námskeiðahald

Einkatímar hjá Árný Oddbjörgu, örfá pláss laus

Skrifað þann Október 12 2021
  • Print
  • Netfang

Árný Oddbjörg2

Reiðkennarinn Árný Oddbjörg býður uppá 30mín einkatíma í Samskipahöll. Kennsla hefst 19.okt.

Kennt er 1x í viku, 9 skipti. Hægt er að velja milli þess að vera á þriðjudögum eða fimmtudögum. Kennt er á milli kl.20:00-22:00 í hólfi 3 í Samskipahöll.
Árný er menntaður reiðkennari frá Hólaskóla sem hefur góða reynslu af þjálfun, kennslu og keppni.

Árný aðstoðar nemendur sína hvort sem er til undirbúnings fyrir keppni eða til þess að bæta sig og hestinn sinn til útreiða. Frábær leið fyrir byrjendur sem lengra komna til að hefja þjálfun vetrarins í rólegheitum og fá leiðbeiningar með hestinn sinn.

Verð fyrir fullorðna er 51.500kr.
Verð fyrir börn/unglinga/ungmenni er 36.000kr
Skráning á sportfeng - www.sportfengur.com


Fræðslunefnd Spretts

Allar námskeiðsfréttir

Höfundarréttur © Hestamannafélagið Sprettur. Allur réttur áskilinn.
Námskeiðahald