• Fréttir
  • facebook
  • Dagskrá
  • Námskeið
  • Félagið
  • Reiðhöll
  • Arnarfell
  • Myndir
  • Innskráning

Námskeiðahald

Frumtamningarnámskeið hjá Robba Pet.

Skrifað þann September 18 2021
  • Print
  • Netfang

Frumtamningartryppi

Róbert Petersen reiðkennari verða með frumtamningarnámskeið sem hefst mánudaginn 11. október nk. með bóklegum tíma á 2.hæð Samskipahallarinnar. Verklegir tímar hefjast svo 12.október og kemur hver þátttakandi með sitt trippi og farið verður í gegnum helstu þætti frumtamningar, s.s:

-Atferli hestsins
-Leiðtogahlutverk
-Fortamning á trippi
-Undirbúningur fyrir frumtamningu
-Frumtamning

Bóklegir tímar: 1
Verklegir tímar: 11
Tímar: Mánudagar, þriðjudagar, miðvikudagar og fimmtudagar í 3 vikur
Verð: 52.000.-

Fjórir nemendur verða í hverjum hópi en hámarksfjöldi á námskeiðið er 12 – 16 þátttakendur. Bóklegir tímar verða sameiginlegir fyrir allan hópinn. Verkleg kennsla verður í Samskipahöllnni, byrjað verður frammi í rennunni og svo færist námskeiðið inn í reiðhöllina. Einnig eiga nemendur að fylgjast með öðrum og læra þannig á mismunandi hestgerðir og mismunandi aðferðir við for- og frumtamningu.

Skráning fer fram á https://skraning.sportfengur.com/

Námskeiðið er opið fyrir alla félaga í hestamannafélögum.

Fræðslunefnd Spretts

Allar námskeiðsfréttir

Höfundarréttur © Hestamannafélagið Sprettur. Allur réttur áskilinn.
Námskeiðahald