• Fréttir
  • facebook
  • Dagskrá
  • Námskeið
  • Félagið
  • Reiðhöll
  • Arnarfell
  • Myndir
  • Innskráning

Námskeiðahald

Námskeið að hefjast í Spretti

Skrifað þann Janúar 03 2021
  • Print
  • Netfang

Pollanámskeið

Námskeiðahald er að hefjast í Spretti núna í vikunni.

Enn eru 3 laus pláss hjá Robba Pet. Kennsla hjá honum hefst þriðjudaginn 5.janúar. Verð fyrir hvern þátttakenda er 40.000kr

Námskeið sem átti að hefjast 4.jan hjá Ragnhildi Haraldsd. frestast um viku, fyrsti tíminn verður 11.jan, skráning er enn opin hjá Ragnhildi. Verð fyrir hvern þátttakenda er 72.500kr

Opið er fyrir skráningu í einkatíma hjá Hinrik Sigurðssyni, kennt verður á þriðjudögum, 4 skipti, frá kl 9-15. Fyrsti tímin verður 5.jan skráning er opin. Verð fyrir hvern þátttakenda er 42.000kr

Opið er fyrir skráningu á námskeiðið: Þjálfun fyrir börn og unglinga hjá Árný Oddbjörgu, þjálfun fyrir börn og unglinga. Markviss þjálfun á gangtegunum, gangskiptingum og fimiæfingum. Kennt 1x í viku, hægt að velja um mánudaga eða miðvikudaga, námskeiðinu lýkur 31.mars. Verð fyrir hvern þátttakenda er 25.000kr

Opið er fyrir skráningu á námskeið hjá Ölmu Gullu, kennt verður 6.8.9.10 13.15.16 og 17.jan. Verð fyrir hvern þátttakenda er 40.000kr

Opið er fyrir skráningu hjá Magnúsi Lárussyni, námskeiðið hefst 14.jan og kennt verður í 45.mín einkatímum, kennt verður 14.jan 28.jan 11.feb 11.mars 25.mars 8.apríl. Verð fyrir hvern þátttakenda er 63.000kr

Hestafjör hefst 14.jan. Námskeið fyrir hressa krakka. Lögð er áhersla á að ná betri stjórn á hestinum með leikjum og þrautum. Aðal atriðið er að hafa gaman með hestunum. Námskeiðið er hugsað til að auka áhuga á hestum og styrkja samband og barna og hestanna og auka sjálfstraust. Styrkja stjórnun og gangtegundir í gegnum leiki og þrautir.
Námskeiðið er ætlað krökkum og unglingum á aldrinum 9-16 ára.
Kennt verður á fimmtudögum, 8 skipti. Kennari Matthías Kjartansson. Verð fyrir hvern þátttakenda er 15.000kr

Pollanámskeið hefst 23.jan. Kennari verður Hrafnhildur Blöndahl Arngrímsdóttir hún er menntaður hestafræðingur, leiðbeinandi og tamningarmaður frá Háskólanum á Hólum 2009. Frá Hrafnhildi: Ég vinn með hestvænar aðferðir sem byggjast á trausti, virðingu og halda leikgleði hjá knöpum og hestum. Kennt verður á laugardögum 6 skipti. Verð fyrir hvern þátttakenda er 9000kr

Skráning hjá Sigrúnu Sig. opnar fljótlega, námskeið hjá henni hefst 1.feb. Kennt verður frá kl 15- 18 á mánudögum.

Fræðslunefnd Spretts

Allar námskeiðsfréttir

Höfundarréttur © Hestamannafélagið Sprettur. Allur réttur áskilinn.
Námskeiðahald