• Fréttir
  • facebook
  • Dagskrá
  • Námskeið
  • Félagið
  • Reiðhöll
  • Arnarfell
  • Myndir
  • Innskráning

Námskeiðahald

Kátir krakkar í desember með Fríðu Hansen

Skrifað þann Nóvember 26 2020
  • Print
  • Netfang

Fríða hansen smali

Reiðkennarinn Frida Hansen mun bjóða upp á reiðnámskeið fyrir hressa krakka í desember. Lögð verður áhersla á skemmtun, leik og gleði og á að byggja upp dug og þor hjá ungu knöpunum.

Reiðnámskeiðið endar á jólagleði þar sem bæði knapar og hross verða skreytt jólalitunum.

Kennt verður 2x í viku á þriðjudögum og fimmtudögum í Samskipahöllinni.

Kennt frá kl 16:20-17:40

Fyrsti tíminn verður 1.des. Skráningu lýkur 29.nóvember

Skráning er opin í gegnum Sportfeng, verð fyrir hvern þátttakenda er 13.000kr

 

Fræðslunefnd Spretts

Allar námskeiðsfréttir

Höfundarréttur © Hestamannafélagið Sprettur. Allur réttur áskilinn.
Námskeiðahald