• Fréttir
  • facebook
  • Dagskrá
  • Námskeið
  • Félagið
  • Reiðhöll
  • Arnarfell
  • Myndir
  • Innskráning

Námskeiðahald

Hestamennska vetur 2020, skráning opin

Skrifað þann Janúar 08 2020
  • Print
  • Netfang

Hestamennska vetur 2020

Hestamennsku námskeið verður haldið á miðvikudögum milli kl.17-19 í Samskipahöllinni.

Námskeiðið byrjar miðvikudaginn 22. janúar. Kennt er 10 skipti. Námskeiðið er ætlað börnum og unglingum sem geta riðið sjálf. Skipt verður í hópa eftir getu. Hópur 1; þeir sem geta riðið fet og brokk/tölt. Hópur 2; þeir sem geta riðið allar gangtegundir (nema skeið).

Þema námskeiðsins í vetur verða gangtegundir og undirbúningur fyrir létta keppni, s.s. T7 og V5. Auk þess verður lögð áhersla á að fara í leiki og hafa gaman.

Kennarar verða Sigrún Sigurðardóttir og Þórdís Anna Gylfadóttir.
Verð fyrir hvern þátttakenda er 28.500kr
Skráning fer fram á sportfengur.com og stendur til 16.janúar. Einnig verður hægt að skrá í gegnum https://umsk.felog.is/ fyrir þá sem vilja nýta frístundastyrki sína.

Fræðslunefnd Spretts

Allar námskeiðsfréttir

Höfundarréttur © Hestamannafélagið Sprettur. Allur réttur áskilinn.
Námskeiðahald