• Fréttir
  • facebook
  • Dagskrá
  • Námskeið
  • Félagið
  • Reiðhöll
  • Arnarfell
  • Myndir
  • Innskráning

Námskeiðahald

Næsta skref fyrir unghross.

Skrifað þann Október 16 2019
  • Print
  • Netfang

Alma Gulla

Nýtt námskeið hjá Spretti. 

Námskeið sem höfðar til þeirra sem eru með lítið gerða hesta en langar til þess að komast sjálfir áfram með þá á næsta stig þjálfunar/tamningar.

Námskeiðið byggist upp á atferlisfræði unghesta og leiðtogahæfni knapans. Markmiðið er að auka skilning milli manns og hests sem stuðlar að traustari samskiptum.

Farið verður yfir fjölbreyttar aðferðir til þess að leysa aðstæður sem upp koma í þjálfun og tamningu.

Kennari verður Alma Gulla Matthíasdóttir, menntaður reiðkennari frá Hólum.

Námskeiðið hefst 4.nóv.

Kennt verður 2 sinnum í viku, 3 saman í hóp í 40.mín

10 skipti, 5 vikur.

Mánudagar & fimmtudagar.

Verð fyrir hvern þátttakenda er 39.000kr

Skráning er opin í gegnum Sportfeng.

 

Fræðslunefnd Spretts

Allar námskeiðsfréttir

Höfundarréttur © Hestamannafélagið Sprettur. Allur réttur áskilinn.
Námskeiðahald