• Fréttir
  • facebook
  • Dagskrá
  • Námskeið
  • Félagið
  • Reiðhöll
  • Arnarfell
  • Myndir
  • Innskráning

Námskeiðahald

Knapamerki/reiðkennsla fyrir fullorðna

Skrifað þann Október 01 2019
  • Print
  • Netfang

Þórdís Anna

Í haust og vetur verða kennd Knapamerki 1 & 2 fyrir fullorðna. Farið verður ítarlega yfir helstu atriði hestamennskunnar og lagður breiður grunnur fyrir framhaldið. Fólk ræður því hvort það vilji taka prófin í lok námskeiðsins eða ekki, það verður semsagt ekki skylda.

Kennt verður í 4 manna hópum.

Mikil kennsla og fræðsla. Kennt verður tvisvar í viku, á mánudögum og
miðvikudögum, samtals 25 kennslutímar.

Kennsla hefst miðvikudaginn 13.nóv. 2019 og lýkur í
febrúar 2020.


Farið verður yfir;
- umgengni, hirðingu og atferli hestsins
- mismunandi búnað sem notaður er við þjálfun hestsins, t.d. mismunandi
beislisbúnað, hringteymingabúnað, hlífar og þyngingar auk hnakka, undirdýna o.fl.
- vinnu við hendi
- ásetu og jafnvægi knapans, mismunandi ásetur og tilgangur þeirra, sætis- og
jafnvægisæfingar
- ábendingar og stjórnun
- fimiæfingar, s.s. baugar, bakka, framfótasnúningar, krossgangur og sniðgangur
- gangtegundir
Kennari verður Þórdís Anna Gylfadóttir reiðkennari C frá Háskólanum á Hólum. Þórdís hefur
verið starfandi reiðkennari sl. 10 ár og m.a. kennt reiðmennsku og reiðkennslu við
Háskólann á Hólum.
Skráning er opin og fer fram á Sportfeng og lýkur sunnudaginn 10.nóvember.

Verð fyrir allt námskeiðið er 69.000kr fyrir hvern þátttakenda.

Fyrir fyrrihluta (fyrir jól) 11 tímar 30.400kr

Fyrir seinnihluta (eftir áramót) 14 tímar 38.700kr

Hægt er að skrá sig á fyrri og seinni part námskeiðsins (fyrir og eftir áramót) eða allt námskeiðið.

 

Fræðslunefnd Spretts

 

Allar námskeiðsfréttir

Höfundarréttur © Hestamannafélagið Sprettur. Allur réttur áskilinn.
Námskeiðahald